Telur sig geta bætt elsta heimsmetið í frjálsum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2024 10:30 Keely Hodgkinson fagnar hér gullverðlaunum sínum á Ólympíuleikunum í París. Getty/Adam Pretty Keely Hodgkinson er full sjálfstrausts eftir að hafa unnið gullverðlaun í 800 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í París á dögunum. Hodgkinson er 22 ára gömul en sýndi styrk sína með frábæru úrslitahlaupi á leikunum og nú vill hún enn meira. Heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna er orðið 41 árs gamalt og er það elsta í frjálsum íþróttum í dag. Metið setti hin tékkneska Jarmila Kratochvilova í júlímánuði árið 1983 þegar hún hljóp á einni mínútu, 53 sekúndum og 28 sekúndubrotum. Hodgkinson vann Ólympíugullið á einni mínútu, 56 sekúndum og 72 sekúndubrotum en hefur hlaupið hraðast á einni mínútu, 56 sekúndum og 61 sekúndubroti sem er sjöundi besti tími sögunnar. Í samtali við breska ríkisútvarpið er Hodgkinson bjartsýn á það að geta slegið þetta eldgamla heimsmet. „Ég myndi elska að ná því. Ég trúi því að ég geti það,“ sagði Keely Hodgkinson. Engin kona hefur hlaupið undir einni mínútu og 54 sekúndum síðan að Kratochvilova setti metið. Hodgkinson er enn svona ung og hefur verið að bæta sig hratt undanfarin ár ýtir undir bjartsýni fólks á að þetta met gæti mögulega verið í hættu í framtíðinni. Met Kratochvilovu hefur lengi verið talið ósláanlegt en augun verða nú á Hodgkinson og hversu nálægt metinu hún kemst. Hodgkinson targets 800m world record set in 1983 https://t.co/K5C4CwuuTs— BBC North West (@BBCNWT) August 18, 2024 Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Sjá meira
Hodgkinson er 22 ára gömul en sýndi styrk sína með frábæru úrslitahlaupi á leikunum og nú vill hún enn meira. Heimsmetið í 800 metra hlaupi kvenna er orðið 41 árs gamalt og er það elsta í frjálsum íþróttum í dag. Metið setti hin tékkneska Jarmila Kratochvilova í júlímánuði árið 1983 þegar hún hljóp á einni mínútu, 53 sekúndum og 28 sekúndubrotum. Hodgkinson vann Ólympíugullið á einni mínútu, 56 sekúndum og 72 sekúndubrotum en hefur hlaupið hraðast á einni mínútu, 56 sekúndum og 61 sekúndubroti sem er sjöundi besti tími sögunnar. Í samtali við breska ríkisútvarpið er Hodgkinson bjartsýn á það að geta slegið þetta eldgamla heimsmet. „Ég myndi elska að ná því. Ég trúi því að ég geti það,“ sagði Keely Hodgkinson. Engin kona hefur hlaupið undir einni mínútu og 54 sekúndum síðan að Kratochvilova setti metið. Hodgkinson er enn svona ung og hefur verið að bæta sig hratt undanfarin ár ýtir undir bjartsýni fólks á að þetta met gæti mögulega verið í hættu í framtíðinni. Met Kratochvilovu hefur lengi verið talið ósláanlegt en augun verða nú á Hodgkinson og hversu nálægt metinu hún kemst. Hodgkinson targets 800m world record set in 1983 https://t.co/K5C4CwuuTs— BBC North West (@BBCNWT) August 18, 2024
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Sjá meira