Fimmtíu ár frá opnun Hringvegar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. ágúst 2024 19:12 Mikil umferð var um brúna þegar hún opnaði. Ímynd/Vegagerðin Fimmtíu ár eru frá því að Skeiðarárbrú var vígð í júlí 1974, og Hringveginum þar með lokað. Í telefni af þessum tímamótum standa Vegagerðin og sveitarfélagið Hornafjörður fyrir málþingi og hátíðardagskrá föstudaginn 30. ágúst 2024. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar. Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar segir að bygging brúarinnar hafi átt sér langan aðdraganda. Alþingi hafi samþykkt þingsályktun um undirbúning þess að gera akfært umhverfis landið vorið 1968, og næstu ári hafi verið unnið að rannsóknum og mælingum á Skeiðarársandi í Öræfasveit. „Brúin þótti verkfræðilegt afrek á sínum tíma enda reist á djúpum sandi yfir síbreytilegan árfarveg sem reglulega varð fyrir jökulhlaupum. Brúin var að auki lengsta brú landsins, 904 metrar, en styttist í 880 metra eftir Skeiðarárhlaupið 1996, þegar hún skemmdist töluvert.“ Hringvegurinn formlega opnaður 14. júlí 1974. Þúsundir mættu á vígsluna, hvaðanæva að af landinu.Ímynd/Vegagerðin Fögnuðu 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar Brúin og Hringvegurinn var opnaður á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar fyrir fimmtíu árum síðan. Mikil hátíðarhöld voru við brúna og dagsrkaín var viðamikil. Heiðursgestur var herra Kristján Eldjárn, forseti lýðveldisins. „Eftir lagningu þessa vegar yfir Skeiðarársand verður Ísland aldrei hið sama og áður. Byggðin þéttist, samskipti fólks aukast, Ísland verður betra land og skilningur manna í ólíkum byggðarlögum og samstarf þeirra á eftir að aukast.“ Þetta voru orð Matthíasar Johannessen, er hann tók til máls og ávarpaði hátíðargesti. Lúðrasveit úr Kópavogi spilaði við vígsluna.Ímynd/Vegagerðin Kristján Eldjárn, þáverandi forseti, var heiðursgestur.Ímynd/Vegagerðin Brúin þjónaði sínu hlutverki til ársins 2016, en ný og mun styttri brú var byggð yfir Morsá árið 2017. Skeiðará hafði breytt farvegi sínum árið 2009 eftir umbrot og jökulhlaup áranna á undan. Málþing á Hótel Freysnesi Málþingið Hringnum lokað – fimmtíu ár frá opnun Hringvegar, fer fram á Hótel Freysnesi klukkan 13:00 til 15:00 föstudaginn 30. ágúst 2024, en boðið verður upp á kjötsúpu milli klukkan 11:30 og 12:30. Þar verður fjallað um byggingu Skeiðarárbrúar og hvaða áhrif þessi samgönguframkvæmd hafði fyrir íbúa í Skaftafellssýslum og landsmenn alla. Aðgangur að málþinginu er ókeypis. Finna má fleiri myndir og frekari umfjöllun á vef Vegagerðarinnar.
Sveitarfélagið Hornafjörður Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent