„Árbærinn er vaknaður“ Kári Mímisson skrifar 18. ágúst 2024 22:08 Fylkismenn unnu afar dýrmætan sigur í Kórnum í kvöld. vísir/Diego Fylkir vann mikilvægan 2-0 sigur á HK í kvöld í fallbaráttunni í Bestu deild karla nú í kvöld. Valur Páll Eiríksson ræddi við Rúnar Pál Sigmundsson, þjálfara Fylkis strax að leik loknum. „Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“ Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira
„Mér líður rosalega vel núna. Þetta var öflugur sigur og ég er gríðarlega stoltur af drengjunum.“ Sagði kampakátur Rúnar Páll. Með sigrinum komst Fylkir af botninum og yfir HK en liðið situr þó enn í fallsæti en hefur þó fengið gott veganesti með sigrinum í kvöld fyrir baráttuna sem er framundan er. Fylkir lenti manni færri undir þegar Halldór Jón Sigurður Þórðarson fékk að líta rauða spjaldið snemma í seinni hálfleik eftir að hafa misst stjórnar á skapi sínu. Rúnar segir að liðið hafi áður þurft að leika manni færri í Kórnum og gert það vel. Hann segir sömuleiðis að lið sitt hafi styrkt sig við þetta mótlæti ásamt því að hrósa ungu mönnunum sem komu inn á í dag. „Við höfum lent áður manni færri hérna í Kórnum og átt okkar bestu leiki þannig. Við tvíefldumst við þetta og það var ekki að sjá að við værum einum færri. Við héldum áfram að spila, ýta á þá og þora. Við þurftum sigur og gátum ekki farið að leggjast í vörn og sætt okkur við eitt stig. Við vorum að undirbúa að setja tvo framherja inn á þegar við skorum fyrra markið og í stöðunni 1-0 og einum færri þurftum við frekar að hugsa um að setja inn öflugri varnarmenn inn á. Þá koma Daði og Stebbi inn sem eru báðir bakverðir og þeir koma gríðarlega öflugir inn í þetta. Stefán og Þóroddur gera þetta frábærlega í seinna markinu. Þannig að ég get ekki verið stoltari og þetta gerir liðið okkar sterkara og stækkar breiddina hjá okkur. Þessir strákar koma inn á og gera þetta gríðarlega vel. Það sama gerði Teddi líka í síðasta leik og núna koma Daði og Stefán inn. Það er frábært þegar menn nýta möguleikana sína sem þeir fá.“ Veit það best sjálfur að hann gerði mistök Spurður að því hvort að hann eigi eftir að ræða þetta rauða spjald við Halldór gefur Rúnar ekki mikið fyrir það og segir að Halldór viti best að hann hafi gert mistök í dag. „Að sjálfsögðu ræði ég þetta við hann. Hann veit það best sjálfur að hann gerði mistök og óþarfi að leggja áherslu á það við hann. Þetta eru fullorðnir menn og óþarfi að skamma þá eins og lítil börn, hann veit þetta best sjálfur og við þurfum ekkert að fara yfir það frekar.“ Rúnar Páll Sigmundsson fylgist alvarlegur með leiknum í Kórnum í kvöld.vísir/Diego Fylkir gerði svo gott sem út um leikinn þegar Þóroddur Víkingsson skoraði glæsilegt mark eftir góðan undirbúning frá hinum unga og efnilega Stefáni Gísla Stefánssyni. Hvað segir þjálfarinn um þetta mark? „Frábært mark. Vel gert hjá Matta að setja hann inn á Stefán sem átti frábæra fyrirgjöf á Þórodd sem klárar þetta fáránlega vel. Vel gert hjá þeim og enn og aftur þá er ég bara hrikalega ánægður með þennan sigur. Þetta gefur okkur aukinn kraft í þessa baráttu sem eftir er. Hver einasti leikur sem eftir er er bara úrslitaleikur. Við fórum inn í þennan leik sem slíkan. Nú er það FH á sunnudaginn og þann leik ætlum við að vinna á heimavelli. Það var fullt af fólki sem kom að styðja okkur í dag þannig að Árbærinn er vaknaður og vonandi fáum við frábæran stuðning frá þeim í lokabaráttuna.“
Besta deild karla Fylkir HK Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt Sjá meira