Ótrúleg endurkoma Milan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 21:00 Evrópumeistarinn Álvaro Morata kom inn af bekknum og breytti gangi mála. EPA-EFE/MATTEO BAZZI AC Milan kom til baka og bjargaði stigi í fyrstu umferð Serie A, ítölsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Allir fjórir leikir tímabilsins þessa hafa endað með jafntefli. Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig. Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Paulo Fonseca var ráðinn þjálfari AC Milan í sumar eftir að hafa gert það gott með Lille á síðustu leiktíð en Hákon Arnar Haraldsson leikur með franska félaginu. Hann þjálfaði Roma frá 2019 til 2021 og ætti því að þekkja vel til á Ítalíu en sá kannski ekki fyrir óvænta 0-2 forystu gestanna. Heimamenn í Milan sköpuðu ágætis færi og héldu boltanum vel innan liðs en það skiptir því miður engu þegar upp er staðið. Það voru gestirnir frá Torino sem skoruðu mörkin, það fyrra var sjálfsmark Malick Thiaw og það síðara var snyrtileg afgreiðsla Duvan Zapata. The visitors are having a party in Milan 🕺#MilanTorino 0-1 pic.twitter.com/7DvYWkFJlr— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Undir lok venjulegs leiktíma tókst varamanninum Álvaro Morata að minnka muninn í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Það gaf heimamönnum byr undir báða vængi og Noah Okafor jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. M⚽RATA DEBUT GOAL!#MilanTorino 1-2 https://t.co/JyiBbfBM82— Lega Serie A (@SerieA_EN) August 17, 2024 Lokatölur 2-2 og öllum fjórum leikjum dagsins lauk því með jafntefli. Fyrsta umferð Serie A heldur áfram á morgun og verður áhugavert að fylgjast með hvort einhverju liði takist að næla í þrjú stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Tengdar fréttir Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sjá meira
Messías bjargaði stigi fyrir Genoa Ítalíumeistarar Inter byrja tímabilið í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, á 2-2 jafntefli við Genoa. 17. ágúst 2024 19:01