Óvíst með formannsframboð en frjálshyggjan megi ekki sigra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2024 12:11 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður Vinstri grænna. Vísir/ARnar Formaður Vinstri grænna hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér til áframhaldandi formennsku á landsfundi flokksins í október, en það hefur innviðaráðherra ekki heldur gert. Á flokksráðsfundi í dag sagði formaðurinn að frjálshyggjan fengi ekki að sigra. Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Flokksráðsfundurinn hóft klukkan níu í morgun en þar talaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra og formaður flokksins um stefnu flokksins, og sagði að frekari breytingar á útlendingalöggjöf ættu ekki að vera forgangsmál, en það er nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn, samstarfsflokkur VG í ríkisstjórn, hefur talað fyrir. Frekar ætti að leggja áherslu á innflytjendamálin með stuðning í skólum og íslenskukennslu að leiðarljósi, til að aðstoða fólk við að fóta sig í samfélaginu. Þá sagði hann einnig að ræða þurfi einkavæðingu og ásókn gróðraafla í auðlindir og velferðarkerfi landsins, sem sporna verði við. „Við ætlum ekki að gefast upp, við ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra,“ sagði Guðmundur Ingi og uppskar lófatak frá fundinum, þar sem rúmlega hundrað manns eru saman komin. Óráðið með formannsframboð Guðmundur Ingi tók við formennsku í flokknum eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur í aðdraganda forsetakosninga. „Á landsfundinum í október munum við síðan kjósa okkur nýja forystu. Ég hef sjálfur ekki tekið ákvörðun um framboð, en hver svo sem ákvörðun mín verður þá er alveg ljóst að ég mun áfram vinna að baráttumálum okkar og fyrir hreyfinguna okkar af fullum krafti,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni á fundinum í dag. Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra hefur nokkuð verið orðuð við framboð til formanns. Þegar fréttastofa ræddi við hana í gær sagðist hún ekki hafa ákveðið hvort hún myndi gefa kost á sér í embætti formanns. „Nei ég hef ekki gert það og ég held að það sé ekki alveg tímabært. Við erum með plan. Okkar plan er að horfa inn á við og fara í ræturnar,“ sagði Svandís. Ætla má að flokksráðsfundurinn verði að miklu leyti nýttur til að gera einmitt það, horfa inn á við. Samkvæmt þjóðarpúlsi Gallúp sem birtur var í upphafi mánaðar mældust Vinstri græn með 3,5 prósenta fylgi, og næði ekki inn á þing. Það er óásættanleg staða að mati Svandísar. „Við erum mikilvæg vídd í íslenskum stjórnmálum. Rétt eins og í stjórnmálum almennt skipta félagsleg sjónarmið og vinstrisjónarmið gríðarlega miklu máli, þannig að erindið er skýrt,“ sagði Svandís.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira