„Ég hef aldrei séð annan eins viðbjóð“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. ágúst 2024 23:41 Strákarnir sem leigðu af Sæbjörgu héldu risastórt partí í bakgarðinum. Vísir Sæbjörg Snædal Logadóttir situr eftir með tjón upp á 530.000 krónur eftir að tíu strákar og vinir þeirra gengu berserksgang í húsi hennar á Þjóðhátíð. Öll garðhúsgögn hennar voru brotin, gólfið á baðherberginu bólgnað upp vegna bleytu, og óhreinar nærbuxur og sokkar voru úti um allt. „Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
„Ég er oft búin að leigja einhverjum yfir Þjóðhátíð, og ég vissi alveg að ég þyrfti að skúra og skipta um á rúmum sko, en þetta var bara eitthvað annað. Heimilið var bara ógeðslegt,“ segir Sæbjörg. Hún greinir frá því að bjórpollar hafi verið á víð og dreif um húsið, eldhúsplatan væri skemmd vegna bleytu sem og gólfið inni á baði, gardína ónýt, þakið væri beyglað og rusl, lummur, dósir væru á víð og dreif um húsið. Þá væru óhreinir sokkar og nærbuxur á hverju strái. Hún kveðst aldrei hafa lent í öðru eins. „Ég hugsaði bara vá mig langar bara að kveikja í húsinu.“ Óhreinir sokkar og nærbuxur voru um allt gólf.Vísir Dósir og bjórpollar út um allt.Vísir Fyrir viku síðan var greint frá því að hópur fólk sem samanstóð af hljómsveitinni Húbbabúbba og aðstandendum þeirra, hefði lagt heimili Skærings, sem þeir leigðu yfir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í rúst. Búið var að brjóta myndaramma og rúður, og heimilið undirlagt rusli og viðbjóði. Hann sagði að mesta óvirðingin hefði verið að þeir hafi ekki séð sóma sinn í að biðjast afsökunar. Húbbabúbba tróðu upp í risapartíi í garðinum Þeir sem leigðu hjá Sæbjörgu voru ekki þeir sömu og hjá Skæringi, en á myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum má sjá Húbbabúbbamenn í partíi í húsinu hennar, þar sem þeir héldu tónleika. Sæbjörg segir að hún hafi leigt tíu strákum húsið, ekki þrjú hundruð. Einnig hafi húsið ekki verið leigt sem skemmtistaður.Vísir Á myndbandi má sjá risastórt garðpartí sem haldið var í garði Sæbjargar. Þar héldu Húbbabúbbamenn tónleika, sem og Prettyboitjokko. Vilja ekki borga allt tjónið Sæbjörg segir að tjónið hljóði upp á 530.000 krónur, en strákarnir vilji ekki borga meira en 216.000 krónur. Hún segir að samskipti við þá hafi gengið brösulega síðustu vikur. Þakið á kofa í garðinum er beyglað eftir partíið.Vísir Stólarnir brotnir og pallurinn þakinn klessum og viðbjóði.Vísir „Ég er búin að vera í viðræðum við þá, að láta þá borga. Þeir fara bara neðar og neðar,“ segir hún. Hún segist hafa talað við lögfræðing og að næsta skref sé að senda innheimtu beint í heimabankann hjá þeim hún hefur verið í samskiptum við. „Fyrir utan það er ég ekki einu sinni búin að fá afsökunarbeiðni,“ segir hún. Gólfið á baðinu bólgnaði upp vegna vatnsskemmda.Vísir Borðplatan í eldhúsinu skemmdist.Vísir Ætlar að senda þeim nærbuxurnar í pósti Sæbjörg segir hún hafi verið í heila viku að þrífa húsið. „Ég var að skúra í níunda skiptið eftir þetta í dag,“ segir hún. „Ég gat ekki boðið börnum mínum að vera hérna fyrst um sinn. Yngsti strákurinn minn var hjá pabba sínum, ég hefði aldrei getað boðið honum að vera hérna,“ segir hún, en yngsti sonur hennar er fjögurra ára. Hún kveðst aldrei hafa séð annan eins viðbjóð og þegar hún kom heim eftir hátíðina. „Ég er að tína upp naríur eftir einhvern annan, mér finnst það bara ógeðslegt. Ég tók þær upp og setti þær í ruslið. En ég ætla að taka þær aftur upp og senda þeim þær í pósti,“ segir hún.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira