„Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik“ Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2024 07:01 Langur batavegur er fram undan hjá Pablo Punyed en hann lítur á björtu hliðarnar á meiðslunum. Vísir/Ívar „Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er,“ segir fótboltamaðurinn Pablo Punyed sem varð fyrir áfalli á dögunum. Hann varð fyrir slæmum meiðslum sem munu halda honum frá vellinum næsta hálfa árið, hið allra minnsta. Á móti mun hann njóta meiri tíma með fjölskyldunni. Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Pablo fór meiddur af velli í leik Víkings við albanska liðið Egnatia í Sambandsdeild Evrópu ytra fyrir um tveimur vikum. Hann sagðist strax hafa fundið að krossbandið í hnénu væri slitið. „Ég vissi það strax, áður en ég fór í myndatöku, vissi ég það. Ég var niðurbrotinn. Ég vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var hræddur og þetta var erfitt augnablik fyrir mig og fjölskylduna,“ segir Pablo í Sportpakkanum á Stöð 2. „Svo kemur smá rökvísi inn og ég veit að ég er ekki sá eini sem hefur lent í þessu. Ég þarf bara að berjast og harka í gegnum þetta,“ segir Pablo. Gæti hafa spilað sinn síðasta fótboltaleik Meiðsli El Salvadorans eru sannarlega ekki af smærri gerðinni. Auk þess að slíta krossband reif Pablo liðþófa og er með sprungu í beini. Hann fer í aðgerð vegna þess á þriðjudag. Eftir fyrsta sjokkið tekur hann þó tíðindunum af jafnaðargeði og mun njóta meiri tíma með fjölskyldunni. „Það tók nokkra daga að jafna sig. En börnin mín hjálpuðu mér líka í gegnum þetta. Þó þau viti ekki hversu alvarlegt þetta er, þá vita þau að pabbi er meiddur. Þau vildu hjálpa á allan hátt sem þau gátu,“ segir Pablo og bætir við að það hafi hjálpað honum að sjá hlutina í stærra samhengi. „Það hjálpaði mér að skipta um gír. Ég er mögulega búinn að spila minn síðasta leik, það er bara þannig. Þó ég vilji auðvitað spila áfram,“ „Ég get ekki stýrt því 100 prósent hvað gerist eftir aðgerðina. Þegar ég var búinn að taka því, að segja: „Já þetta gæti hafa verið síðasti leikurinn“, var það smá léttir. Nú get ég verið hin 99 prósentin af manninum sem ég er, sem snýst ekki um fótbolta. Sem er bara gott,“ segir Pablo. Fótboltinn sagði honum að taka pásu Honum gefst núna meiri tími með fjölskyldunni, sem er af hinu góða. Á meðan félagar hans í Víkingi ferðast í Evrópuverkefni og félagar hans í landsliðinu fari í mánaðarlegar tveggja vikna keppnisferðir í haust mun hann sinna endurhæfingu. „Fótboltinn sagði mér að núna sé pása. Að núna einblíni ég á fjölskylduna, og ég mun gera það.“ Víkingar eru efstir í Bestu deild karla og eiga fram undan úrslitaleik í Mjólkurbikarnum. Þá eru þeir tveimur leikjum frá því að leika afrek Breiðabliks frá því í fyrra eftir og leika í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. En geta Víkingarnir unnið báða titla og komist áfram í Evrópu? „Ef ég væri að spila myndi ég segja já. En það er aðeins erfiðara þegar ég er ekki inni á vellinum, segir Pablo léttur. „En já, mig langar að sjá það og ég veit að þeir geta það,“ bætir hann við. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira