Kerlingadráttur í 120 ára afmælisveislu í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2024 20:05 Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga, sem segir alla velkomna í afmælið í Borgarnesi á morgun. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það fæst allt í kaupfélaginu nema kannski falskar tennur og líkkistur“, segja bændur í Borgarfirði ánægðir með kaupfélagið sitt, sem fagnar 120 ára afmæli sínu á morgun með miklum hátíðarhöldum. Kerlingadráttur verður eitt af atriðum dagsins. Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Borgarbyggð Verslun Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira
Hinn eiginlegi 120 ára afmælisdagur var reyndar 4. janúar síðastliðinn en haldið verður upp á afmælið á morgun með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá og fríum veitingum. „Síðan verður Fergusonfélagið hérna með einhverjar dráttarvélar til sýnis og fleira og fleira. Það eru allir velkomnir og taka þátt, við verðum líka með leiki, til dæmis reipitog og kerlingadrátt og axarkast og svona,“ segir Helga Rósa Pálsdóttir, verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi. Kerlingadráttur, hvað er það? „Það er von þú spyrjir, það er konur, sem sitja á bretti og karlarnir eiga að draga þær. Það er þannig dráttur, við verðum bara að hafa þetta nett hérna,“ segir Helga Rósa skellihlæjandi. Afmælisveislan stendur frá klukkan 13:00 til 16:00 með fjölbreyttri dagskrá og veitingum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og karlarnir sem koma reglulega í kaupfélagið og fá sér kaffi saman eru alsælir með kaupfélagið sitt. „Þetta er besta kaupfélagið á landinu, það er alveg ljóst,“ segir Snorri Jóhannesson, bóndi á Augastöðum í Borgarfirði. Á hverju byggir þú það? „Að það skuli vera lifandi enn þá og veitir góða þjónustu, það er nú bara þannig.“ „Þetta er ómissandi gjörsamlega, hérna fær maður allt og ef það er ekki til hérna þarf ekki að kaupa það, það er bara svoleiðis,“ segir Unnsteinn S. Jóhannsson, bóndi í Laxárholti í Borgarfirði. Sérstakar gleðipillur eru á boðstólnum alla daga fyrir bændur, sem kíkja við í kaffi í kaupfélagið.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hér hefur allt fengist nema líkkistur segja þeir og falskar tennur, þær hafa ekki fengist,“ segir Pétur Jónsson, íbúi á Hvanneyri spenntur að mæta í 120 ára afmælið á morgun, laugardaginn 17. ágúst. Pétur Jónsson, sem segir að það fáist allt í kaupfélaginu nema líkkistur og falskar tennur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Borgarbyggð Verslun Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Sjá meira