Durán sökkti Hömrunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2024 18:45 Durán og félagar fagna sigurmarki leiksins. Bryn Lennon/Getty Images Aston Villa vann 2-1 útisigur á West Ham United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst í gærkvöld og hélt áfram í dag. Síðasti leikur dagsins var leikur spútnikliða síðasta árs, Hamranna í West Ham og Aston Villa. Það tók gestina aðeins fjórar mínútur að komast yfir. Amadou Onana skallaði þá hornspyrnu samlanda síns Youri Tielemans í netið, sannkölluð draumabyrjun á tímabilinu fyrir Villa á meðan nýr þjálfari West Ham, Julen Lopetegui, gat vart óskað sér verri byrjunar á tíma sínum hjá West Ham. We've seen all sorts of emotions from @WestHam head coach Julen Lopetegui during that first half 😅The scores are level at 1-1 against Aston Villa going into the break ⏱️#WHUAVL | #TheKickOff pic.twitter.com/JvBCSROsvi— Premier League (@premierleague) August 17, 2024 Leon Bailey var nálægt því að tvöfalda forystu gestanna um miðbik fyrri hálfleiks en skot hans fór í stöngina. Það var svo þegar innan við tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Lucas Paquetá fór á punktinn og jafnaði metin, staðan 1-1 þegar fyrri hálfleik lauk. Bæði lið fengu fín færi í síðari hálfleik en á endanum var það Durán sem gulltryggði sigur Villa eftir undirbúning Jacob Ramsey á 79. mínútu leiksins. Late chance for @WestHam, but Tomás Soucek can't get his effort on target 😱#WHUAVL | #TheKickOff pic.twitter.com/Kb3Pp51UO2— Premier League (@premierleague) August 17, 2024 Heimamenn sóttu án afláts undir lok leiks en tókst ekki að jafna metin og Villa byrjar tímabilið á 2-1 útisigri í Lundúnum. Enski boltinn
Aston Villa vann 2-1 útisigur á West Ham United í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið kom þegar rétt rúmar tíu mínútur lifðu leiks. Fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst í gærkvöld og hélt áfram í dag. Síðasti leikur dagsins var leikur spútnikliða síðasta árs, Hamranna í West Ham og Aston Villa. Það tók gestina aðeins fjórar mínútur að komast yfir. Amadou Onana skallaði þá hornspyrnu samlanda síns Youri Tielemans í netið, sannkölluð draumabyrjun á tímabilinu fyrir Villa á meðan nýr þjálfari West Ham, Julen Lopetegui, gat vart óskað sér verri byrjunar á tíma sínum hjá West Ham. We've seen all sorts of emotions from @WestHam head coach Julen Lopetegui during that first half 😅The scores are level at 1-1 against Aston Villa going into the break ⏱️#WHUAVL | #TheKickOff pic.twitter.com/JvBCSROsvi— Premier League (@premierleague) August 17, 2024 Leon Bailey var nálægt því að tvöfalda forystu gestanna um miðbik fyrri hálfleiks en skot hans fór í stöngina. Það var svo þegar innan við tíu mínútur voru til loka fyrri hálfleiks sem heimamenn fengu vítaspyrnu. Lucas Paquetá fór á punktinn og jafnaði metin, staðan 1-1 þegar fyrri hálfleik lauk. Bæði lið fengu fín færi í síðari hálfleik en á endanum var það Durán sem gulltryggði sigur Villa eftir undirbúning Jacob Ramsey á 79. mínútu leiksins. Late chance for @WestHam, but Tomás Soucek can't get his effort on target 😱#WHUAVL | #TheKickOff pic.twitter.com/Kb3Pp51UO2— Premier League (@premierleague) August 17, 2024 Heimamenn sóttu án afláts undir lok leiks en tókst ekki að jafna metin og Villa byrjar tímabilið á 2-1 útisigri í Lundúnum.