Sport

Motul tor­færan fór fram á Akur­eyri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Motul tofæran fór fram á Akureyri í dag.
Motul tofæran fór fram á Akureyri í dag. bílaklúbbur akureyrar

Vísir var með beina útsendingu frá Motul torfærunni, 5. umferð Íslandsmótsins í torfæru 2024 sem fer fram á torfærusvæði Bílaklúbbs Akureyrar.

Keppni hóft klukkan 11:00 í dag, laugardag. Þetta var fimmta og síðasta umferð Íslandsmótsins í torfæru. 

Þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks, í tveimur flokkum. Ingvar Jóhannesson á Víkingnum var í kjörstöðu til að tryggja sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sérútbúna flokknum en það eina sem hann þurfti að gera var að ná einhverju af efstu 10 sætunum.

Heimamaðurinn Þór Þormar Pálsson á smá möguleika á að ná sínum þriðja titli en til þess þurfti hann sigur og að treysta á að Ingvar kláraði ekki í topp 10.

Í sérútbúna götubílaflokknum var það Brynjar Jökull Elíasson á Klaka sem átti mesta möguleika, svo lengi sem hann varð ekki í síðasta sæti vinnur hann titilinn í sínum flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×