Syntu í hverri einustu laug landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 14:17 Þær Hildur og Margrét á góðri stundu þar sem þeim líður best, í lauginni. aðsend Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman. Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær. Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær.
Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira