Syntu í hverri einustu laug landsins Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. ágúst 2024 14:17 Þær Hildur og Margrét á góðri stundu þar sem þeim líður best, í lauginni. aðsend Þær Hildur Helgadóttir og Margrét Guðjónsdóttir tóku upp á því fyrir tveimur árum síðan að heimsækja hverja einustu sundlaug landsins. Fyrst um sinn kepptust þær í að safna sundlaugum en áttuðu sig fljótt á því að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að klára laugarnar saman. Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær. Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Þær stöllur voru staddar á Grímsey þegar blaðamaður náði af þeim tali. Þangað héldu þær í tveggja sólarhringa ferðalag með skýrt markmið: að baða sig í sundlaug Grímseyjar og merkja við síðustu laugina á listanum. Þar með hafa þær heimsótt allar 126 laugar landsins. Hugmyndin kviknaði þegar Hildur rakst á vefsíðuna sundlaugar.com, þar sem búið er að skrá skilmerkilega hverja einustu sundlaug. Notendur geta síðan hakað við hverja og safnað. „Við sáum að við vorum búnar með svipaðan fjölda en alls ekki sömu laugarnar, og þá ætluðum við að keppast um það hver myndi klára þetta fyrst. Þegar leið á sáum við að það væri sennilega betra fyrir vinskapinn að gera þetta saman,“ segir Margrét. Hildur tekur sundinu alvarlega. Dró vinkonuhópinn í tóma laug á Hvammstanga Þær hafa lagt ýmislegt á sig til þess að ná öllum laugunum. „Við höfum komið að lokuðum dyrum, þurft frá að hverfa þegar það er ekkert vatn í lauginni. Svo er þetta alvöru ferðalag ef maður á kannski eina sundlaug eftir í einhverjum fjórðingi, eins og Raufarhöfn eða Tálknafjörð,“ segir Hildur. „Einu sinni plataði ég fullan bíl af vinkonum á Hvammstanga. Síðan var laugin bara tóm og skurðgrafa út í henni miðri. Það var mjög spælandi. Svo gerði ég heilmikla ferð á Tálknafjörð í sumar en kom að lokaðri sundlauginni. Það voru mikil vonbrigði. Þá var sundlaugin lokuð vegna manneklu.“ Aðrar laugar er erfitt að komast í vegna aðgangshindrana. Í Flókalundi er til að mynda skilyrði að vera gestur í orlofsbyggðinni til komast í sund. Þá er skilyrði að vera gestur á Hótel Örk til að komast í laugina þar. „Það var bara gist,“ segja þær og hlæja. „Endorfínframleiðsla,“ segja þær vinkonur spurðar hvað það sé við sundið.aðsend Hver er sú besta? Þær Hildur og Margrét eiga erfitt með að velja bestu laugina. „Allar eru þær með sinn karakter og gæði. Sumar eru fallegar, aðrar gott að synda í, enn aðrar með góða slökunaraðstöðu, útsýni. Hver hefur eitthvað við sig. Við þurfum að fara aftur með stigakerfi þar sem við fengjum kannski faglega greiningu,“segir Margrét. Þær eru hins vegar sammála um laugina á Þingeyri. „Hún er svo falleg,“ segir Hildur. „Sundlaugin á Eskifirði er mín laug,“ segir Margrét, en báðar þær nefna laugina í Reykjadal. Innilaugin á Þingeyri er í miklu uppáhaldi. Stórkostleg fjallasýn á Eskifirði.Aðsend Af laugum á höfuðborgarsvæði nefnir Hildur Dalslaug í Úlfarsárdal en Margrét Breiðholtslaug. „Akureyrarlaug er líka með allt,“ segja þær.
Sund Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira