Búast má við stöku síðdegisskúrum á Suðausturlandi í dag. Við norðurströndina verður hiti frá sjö stigum en allt að sextán stig syðst á landinu.
Um helgina er spáð norðvestan og norðan fimm til þrettán metrum á sekúndu og áfram vætusömu fyrir norðan. Sunnan heiða á að vera skýjað og líkur á stöku skúrum. Kólna á heldur í veðri og á sunnudagsmorgun gæti jafnvel snjóað í fjöll á Norðurlandi.