Óttast að tapa bestu flúðum landsins í virkjun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2024 07:00 Kajakræðari tekst á við flúðirnar í Tungufljóti. Arctic Rafting Björgunarsveitarfólk auk kajak samfélagsins á Íslandi óttast áform um virkjun Tungufljóts í Bláskógabyggð. Fljótið er nýtt undir æfingar í straumvatnsbjörgun af björgunarsveitum og þykir einstakt hér á landi. Eigandi Arctic Rafting óttast að árlegt kajakmót sem þar fer fram nú um helgina verði það síðasta. „Þarna hefur verið haldið kajakmót síðan árið 2004 og Tungufljótið sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í þjálfun í flúðasiglingum fyrir björgunarsveitarmenn og aðra,“ segir Tinna Sigurðardóttir í samtali við Vísi, eigandi Arctic Rafting og skipuleggjandi Túrbó Kayak festival sem fram fer í Tungufljóti nú um helgina, laugardaginn 17. ágúst. Markmiðið að nýta tækifærin á jörðinni Áformin lúta að tillögu landeigenda um aðalskipulagsbreytingu á Bryggju spildu í Bláskógabyggð. Í breytingunni felast skilgreiningar á frístundasvæði, verslunar- og þjónustusvæði og iðnaðarsvæði fyrir allt að 4,5 megawatta virkjun. Sveitarstjórn hefur samþykkt tillöguna til kynningar og stendur til að haldinn verði íbúafundur um málið. Horft yfir hluta skipulagssvæðisins í Bryggju. Sér í Haukadalsskóg ofan við miðja mynd. Segir í skipulagsgátt að markmið landeigenda sé að nýta þau tækifæri sem til staðar séu á jörðinni. Svæðið sé áhugavert fyrir frístundabyggð, bæði vegna nálægðar við Geysissvæðið og útivistarmöguleika á stígum í Haukadalsskógi. Þá sé talsverð umferð um Biskupstungnabraut sem liggi sunnan svæðisins og vilja landeigendur geta boðið upp á þjónustu fyrir þá. Vilja landeigendur fá heimild til að vera með allt að 35 frístundalóðir, þar sem tvö hús verði byggð á hverri lóð. Þeir vilja að heimilt verði að vera með veitingar og gistingu fyrir allt að fjörutíu gesti og þjónustu við ferðamenn og frístundabyggðina. Gerð verði um fjögurra metra há stífla í vesturhluta farvegar Tungufljóts þannig myndist um eins hektara miðlunarlón. Skipi afgerandi hlutverk í þjálfun björgunarsveita Í umsögnum vegna málsins lýsa kajakræðarar yfir miklum áhyggjum vegna áformanna. Tungufljótið sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í þjálfun leiðsögumanna í flúðasiglingum. Þá kemur fram í umsögn Kayakklúbbsins á Íslandi að framkvæmdirnar yrðu þungt högg fyrir klúbbinn. Bent er á að árlega séu haldin námskeið fyrir almenning í flúðasiglingum þar sem alþjóðlegir kennarar mæti. Flúðirnar í Tungufljóti séu ekki bara fallegar, heldur skipi þær mikilvægan sess í vatnasports menningunni á Íslandi. Kajakróður hafi verið stundaður í þeim hluta Tungufljóts sem virkjunin muni hafa mest áhrif á síðan árið 1995, í 22 ár. Bryggja er innan rauða hringsins og liggur að Tungufljóti, Biskupstungnabraut, Almenningsá (merkt Stekkjartúnsá á mynd) og Haukadalsskógi. Þá leggja ýmsar björgunarsveitir og deildir innan Landsbjargar fram umsögn vegna málsins. Þar á meðal eru Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, straumvatnsflokkur Hjálparsveita Skáta í Kópavogi, Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Björgunarfélag Árborgar svo nokkur séu nefnd. Þar kemur meðal annars fram að 500 manns hafi síðasta áratug fengið þjálfun á svæðinu við straumvatnsbjörgun. Þar megi nefna björgunarsveitarmenn, starfsfólk ferðaþjónustu, verkfræðistofu, ríkislögreglustjóra og fleiri stofnanna. Svæðið sé það besta á landinu og með þeim betri í Evrópu til slíkra æfinga. Óttast að kajakhátíðin verði sú síðasta „Við höfum kallað þetta Turbo Kayak Festival síðan árið 2021 en þarna hefur verið haldin kajakhátíð árlega síðan árið 2004, enda er þetta langbesta aðstaða landsins fyrir þetta sport,“ segir Tinna Sigurðardóttir eigandi Arctic Rafting. Fyrirtækið hefur boðið upp á flúðasiglingar og kennslu í slíku undanfarin ár. Tinna Sigurðardóttir hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri virkjun. „Umsagnirnar sýna svart á hvítu hversu stórt þetta mál er. Þetta varðar ekki bara landeigendur þarna heldur miklu fleiri. Þarna á björgunarsveitarfólk dýrmæta æfingaraðstöðu sem er algjörlega einstök hér á landi og þó víðar væri leitað,“ segir Tinna. Hún segist vona að kajakmót ársins í ár verði ekki það síðasta en segist hvetja sem flesta til að láta sjá sig. Á mótinu megi sjá færustu kajakræðara landsins etja kappi sín á milli í einstökum aðstæðum. Þar verður líka tilheyrandi partý með tónlist. „Svo vorum við nýbúin að senda starfsfólk til Slóveníu í kennaraþjálfun og fengum alþjóðlega vottun til að bjóða í fyrsta skiptið upp á námskeið hér heima fyrir tilvonandi flúðaleiðsögumenn. Umsóknir flúðaleiðsögumanna undanfarinna ára hafa einungis verið frá aðilum erlendis frá. Þetta verður ekki lengur hægt ef þessi mikilvæga á fer undir virkjun.“ Bláskógabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
„Þarna hefur verið haldið kajakmót síðan árið 2004 og Tungufljótið sinnir gríðarlega mikilvægu hlutverki í þjálfun í flúðasiglingum fyrir björgunarsveitarmenn og aðra,“ segir Tinna Sigurðardóttir í samtali við Vísi, eigandi Arctic Rafting og skipuleggjandi Túrbó Kayak festival sem fram fer í Tungufljóti nú um helgina, laugardaginn 17. ágúst. Markmiðið að nýta tækifærin á jörðinni Áformin lúta að tillögu landeigenda um aðalskipulagsbreytingu á Bryggju spildu í Bláskógabyggð. Í breytingunni felast skilgreiningar á frístundasvæði, verslunar- og þjónustusvæði og iðnaðarsvæði fyrir allt að 4,5 megawatta virkjun. Sveitarstjórn hefur samþykkt tillöguna til kynningar og stendur til að haldinn verði íbúafundur um málið. Horft yfir hluta skipulagssvæðisins í Bryggju. Sér í Haukadalsskóg ofan við miðja mynd. Segir í skipulagsgátt að markmið landeigenda sé að nýta þau tækifæri sem til staðar séu á jörðinni. Svæðið sé áhugavert fyrir frístundabyggð, bæði vegna nálægðar við Geysissvæðið og útivistarmöguleika á stígum í Haukadalsskógi. Þá sé talsverð umferð um Biskupstungnabraut sem liggi sunnan svæðisins og vilja landeigendur geta boðið upp á þjónustu fyrir þá. Vilja landeigendur fá heimild til að vera með allt að 35 frístundalóðir, þar sem tvö hús verði byggð á hverri lóð. Þeir vilja að heimilt verði að vera með veitingar og gistingu fyrir allt að fjörutíu gesti og þjónustu við ferðamenn og frístundabyggðina. Gerð verði um fjögurra metra há stífla í vesturhluta farvegar Tungufljóts þannig myndist um eins hektara miðlunarlón. Skipi afgerandi hlutverk í þjálfun björgunarsveita Í umsögnum vegna málsins lýsa kajakræðarar yfir miklum áhyggjum vegna áformanna. Tungufljótið sinni gríðarlega mikilvægu hlutverki í þjálfun leiðsögumanna í flúðasiglingum. Þá kemur fram í umsögn Kayakklúbbsins á Íslandi að framkvæmdirnar yrðu þungt högg fyrir klúbbinn. Bent er á að árlega séu haldin námskeið fyrir almenning í flúðasiglingum þar sem alþjóðlegir kennarar mæti. Flúðirnar í Tungufljóti séu ekki bara fallegar, heldur skipi þær mikilvægan sess í vatnasports menningunni á Íslandi. Kajakróður hafi verið stundaður í þeim hluta Tungufljóts sem virkjunin muni hafa mest áhrif á síðan árið 1995, í 22 ár. Bryggja er innan rauða hringsins og liggur að Tungufljóti, Biskupstungnabraut, Almenningsá (merkt Stekkjartúnsá á mynd) og Haukadalsskógi. Þá leggja ýmsar björgunarsveitir og deildir innan Landsbjargar fram umsögn vegna málsins. Þar á meðal eru Björgunarskóli Slysavarnafélagsins Landsbjargar, straumvatnsflokkur Hjálparsveita Skáta í Kópavogi, Hjálparsveit Skáta í Reykjavík, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík og Björgunarfélag Árborgar svo nokkur séu nefnd. Þar kemur meðal annars fram að 500 manns hafi síðasta áratug fengið þjálfun á svæðinu við straumvatnsbjörgun. Þar megi nefna björgunarsveitarmenn, starfsfólk ferðaþjónustu, verkfræðistofu, ríkislögreglustjóra og fleiri stofnanna. Svæðið sé það besta á landinu og með þeim betri í Evrópu til slíkra æfinga. Óttast að kajakhátíðin verði sú síðasta „Við höfum kallað þetta Turbo Kayak Festival síðan árið 2021 en þarna hefur verið haldin kajakhátíð árlega síðan árið 2004, enda er þetta langbesta aðstaða landsins fyrir þetta sport,“ segir Tinna Sigurðardóttir eigandi Arctic Rafting. Fyrirtækið hefur boðið upp á flúðasiglingar og kennslu í slíku undanfarin ár. Tinna Sigurðardóttir hefur miklar áhyggjur af fyrirhugaðri virkjun. „Umsagnirnar sýna svart á hvítu hversu stórt þetta mál er. Þetta varðar ekki bara landeigendur þarna heldur miklu fleiri. Þarna á björgunarsveitarfólk dýrmæta æfingaraðstöðu sem er algjörlega einstök hér á landi og þó víðar væri leitað,“ segir Tinna. Hún segist vona að kajakmót ársins í ár verði ekki það síðasta en segist hvetja sem flesta til að láta sjá sig. Á mótinu megi sjá færustu kajakræðara landsins etja kappi sín á milli í einstökum aðstæðum. Þar verður líka tilheyrandi partý með tónlist. „Svo vorum við nýbúin að senda starfsfólk til Slóveníu í kennaraþjálfun og fengum alþjóðlega vottun til að bjóða í fyrsta skiptið upp á námskeið hér heima fyrir tilvonandi flúðaleiðsögumenn. Umsóknir flúðaleiðsögumanna undanfarinna ára hafa einungis verið frá aðilum erlendis frá. Þetta verður ekki lengur hægt ef þessi mikilvæga á fer undir virkjun.“
Bláskógabyggð Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira