Skilur gagnrýni á háa orlofsgreiðslu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2024 12:21 Dagur B. Eggertsson hætti sem borgarstjóri um áramótin. Vísir/Arnar Fyrrverandi borgarstjóri segist ekki hafa tekið fullt orlof í tíu ár sem útskýri tíu milljóna króna greiðslu til hans. Sömu reglur gildi um borgarstjóra og alla aðra starfsmenn Reykjavíkurborgar. Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Borgarstjórn lagði fram viðauka við fjárhagsáætlun borgarinnar um miðjan júní þess efnis að fjárheimildir skrifstofu borgarstjóra og borgarritara væru hækkaðar um 25 milljónir króna vegna breytinga á launa - og starfsmannakostnaði. Ekki voru gefnar aðrar skýringar. Borgarritari upplýsti svo Morgunblaðið í júní að hækkunin væri vegna borgarstjórnaskipta. Uppgjörið væri vegna ráðningarbréfs fyrrverandi borgarstjóra og fyrrverandi aðstoðarmanns. Þar var svo greint frá því í morgun að hluti greiðslunnar eða tíu milljónir króna væri vegna orlofs fyrrverandi borgarstjóra. Borgin skipti greiðslunni í tvennt Fréttastofa óskaði eftir skýringum frá borginni í morgun á greiðslum til fyrrverandi borgarstjóra og fékk staðfest að orlofsuppgjör nemi tæpum tíu milljónum króna. Það sé vegna uppsafnaðs leyfis sem hann hafi ekki átt tök á að nýta sér þann tíma eða þau tíu ár sem hann var borgarstjóri. Þá hafi hann fengið orlofið greitt í tveimur greiðslum. Erfitt að taka fullt frí sem borgarstjóri Dagur B. Eggertsson fyrrverandi borgarstjóri kveðst aldrei hafa getað tekið fullt sumarfrí. „Ég reyndi að taka sumarfrí öll árin sem ég starfaði en náði aldrei að fullnýta það. Ég átti yfirleitt eftir eina til tvær vikur af sumarfríinu. Þess vegna safnast þetta upp. Það getur bæði verið erfitt að taka það frí sem ég á rétt á og að vinna það niður ári seinna því verkefnin halda alltaf áfram að koma,“ segir Dagur. Hann segir að sömu regur hafi gilt um aðra starfmenn og stjórnendur borgarinnar. „Það eru nákvæmlega sömu reglur sem gilda um borgarstjóra og aðra starfsmenn borgarinnar. Það er gert upp orlof við starfslok. Þetta er samkvæmt kjarasamningi Sameykis í ráðningarbréfi borgarstjóra,“ segir Dagur. Aðspurður um hvort hann viti til þess að starfsmenn borgarinnar hafi við starfslok fengið greiðslur svo langt aftur í tímann svarar Dagur: „Ég þekki ekki orlofsgreiðslur aftur í tímann.“ Hefur skilning á gagnrýni Hann segir eðlilegt að fólk gagnrýni upphæð greiðslunnar og hversu langt aftur hún nær. „Ég skil slíka gagnrýni vel. En þegar fólk áttar sig á að þessi upphæð hefur safnast upp á tíu árum og inn í tölunni eru launatengd gjöld þá ætti það að skilja málið betur,“ segir hann. Aðspurður um hvort honum þyki eðlilegt að starfsfólk geti safnað slíkum greiðslum upp svara Dagur: „Það hefur lengi verið til viðræðu milli aðila vinnumarkaðarins og í vor var samið um að skipta um kerfi.“ Greiðslan nær óvenju langt aftur Samkvæmt upplýsingum frá Sameyki stéttarfélagi er uppgjör af þessu tagi í samræmi við kröfur stéttarfélagsins. Það sé hins vegar óvenjulegt að slíkar greiðslur nái svo langt aftur í tímann.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira