Allt með kyrrum kjörum þrátt fyrir reyk og ljóstýru Eiður Þór Árnason skrifar 14. ágúst 2024 22:27 Skjáskot úr vefmyndavel RÚV. „Það er bara svo sem sama, mest lítið að frétta,” segir vakthafandi náttúrrvársérfræðingur sem líkt og fleiri á von á því að gos geti hafist hvað úr hverju á Reykjanesskaga. „Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
„Það er tvennt í stöðunni. Þetta gæti bara byrjað einn, tveir og tíu en það eru líka líkur á því að þetta gæti dregist um einhverja daga eða vikur kannski. Þetta er allt saman tilbúið miðað við fyrri sögu og fyrri gos,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er samt ekkert óeðlilegt að það þurfi aðeins meira til í hvert skipti, það kennir okkur sagan úr Kröflueldum og það þurfti aðeins meira líka fyrir síðasta gos. Svo þetta kemur kannski ekki beint á óvart en það breytir því ekki að við þurfum samt alltaf að vera tilbúin að það fari að draga til tíðinda hvað úr hverju. Af því að við erum búin að ná þessum mörkum sem voru komin fyrir síðasta gos.“ Þangað til heldur landrisið á svæðinu áfram og svipaður fjöldi jarðskjálfta mælist á hverjum sólarhring. Þeir hafa verið rúmlega fjörutíu frá miðnætti og tæplega sextíu síðasta sólarhring. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur beðið íbúa í Grindavík um að rýma bæinn. Dvalið hefur verið í yfir tuttugu húsum þar síðustu nætur. Fylgjast náið með Borið hefur á því að ötulir áhorfendur vefmyndavéla beri saman bækur sínar á samfélagsmiðlum eða sendi ábendingu á fréttastofu þegar óljós reykur eða ljóstýra birtist óvænt á skjánum. Yfirleitt er þar um að ræða reyk úr gömlu gossprungunni eða ljós vinnuvéla. Sigríður segist ekki vera laus við það að bregða einstaka sinnum þegar glampi sést á einhverjum af fjölmörgum myndavélastraumum fyrir framan hana. En þá er gott að geta litið á mæligögnin. „Þeir eru þarna á fullu að keppast við að vinna í þessum varnargörðum.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent