Segja sjónvarpsáskrift koma í veg fyrir lögsókn vegna dauðsfalls Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2024 14:06 Konan lést úr ofnæmislosti eftir að hún borðaði á veitingastað í Disney World-skemmtigarðinum á Flórída í október 2023. Vísir/EPA Afþreyingarrisinn Disney heldur því fram að ekkill konu sem lést eftir heimsókn í skemmtigarð fyrirtækisins geti ekki stefnt því vegna ókeypis tilraunaáskriftar að streymisveitunni Disney+ sem hann fékk sér. Lögmenn ekkilsins segja rök Disney fráleit. Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga. Disney Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Jeffrey Piccolo stefndi Disney eftir að Kanokporn Tangsuan, eiginkona hans, lést í Disneyworld-skemmtigarði fyrirtækisins á Flórída í október. Læknir úrskurðaði að hún hefði látist af völdum ofnæmislosts. Í stefnunni er Disney sakað um að bera ábyrgð á dauða Tangsuan vegna máltíðar sem hún át á veitingastað í garðinum og innihélt hnetur og mjólkurvörur sem hún hafði bráðaofnæmi fyrir. Starfsmenn Disney hafi sérstaklega bent á veitingastaðinn því þar væri tryggt að fyllsta öryggis væri gætt fyrir viðskiptavini með fæðuofnæmi. Lögfræðingar Disney reyna nú að fá málinu vísað frá á þeim forsendum að með því að fallast á skilmála mánaðarlangrar tilraunaáskriftar að Disney+, sem Piccolo fékk sér árið 2019, hafi hann samþykkt að allar deilur við fyrirtækið skuli fara til sáttameðferðar utan dómstóla. Piccolo hafi aftur gengist undir skilmálann þegar hann keypti miða í skemmtigarðinn í gegnum Disney-aðgang sinn. Lagarökin yfirgengileg og fráleit Lögmenn Piccolo andmæla lagarökum Disney harðlega og segja þau yfirgengileg. Málflutningur Disney byggist á því að fólk sem stofnar Disney+-aðgang afsali sér rétti sínum til þess að stefna fyrirtækinu fyrir dómi að eilífu, jafnvel þótt um tilraunaáskrift sem er ekki endurnýjuð sé að ræða. Þá telja þeir fráleitt að dánarbú eiginkonu Piccolo sé bundið af skilmálum sem hún gekkst aldrei undir í lifanda lífi. Lögfræðingar sem breska ríkisútvarpið BBC hefur rætt við telja lagarök Disney um streymisveituáskriftina hæpin. Einn sagði þó mögulegt að skilmálar sem ekkillinn gekkst undir við miðakaupin í skemmtigarðinn gætu komið Disney undan dómsmáli. Disney sækist líklega eftir því að fara með málið í sáttameðferð frekar en fyrir dóm til þess að forðast umfjöllun auk þess sem það spari fyrirtækinu líklega peninga.
Disney Bandaríkin Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira