Jenner á tvö börn með rapparanum Travis Scott og vakti ást þeirra mikla athygli á sínum tíma. Hún og Chalamet byrjuðu að slá sér upp í fyrra og hefur Jenner lagt mikið upp úr því að þau fái ró og næði frá fjölmiðlum. Chalamet er heimsfrægur leikari og er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í Dune myndunum.
„Friðhelgi einkalífs míns skiptir mig mjög miklu máli. Það er svo gott að við getum haft sambandið okkar svolítið út af fyrir okkur,“ segir Jenner í viðtali við Vogue.
Raunveruleikaserían Keeping Up With The Kardashians fór af stað þegar Jenner var einungis tíu ára gömul og á hún í dag ágætlega auðvelt með að skipta yfir í ákveðinn karakter fyrir myndavélarnar.
„Ég lærði svo ung hvernig hentaði mér best að höndla alla athyglina. Þannig að ef ég á að vera hreinskilin þá missi ég ekki vitið yfir þessu öllu saman.
Fólk spyr mig „Hvernig höndlarðu þetta allt?“ Ég man bara ekki eftir tíma án frægðar fjölskyldunnar. Ég man ekki eftir lífinu áður en það voru ljós og myndavélar í kringum okkur.“
Því hefur það skipt hana gríðarlegu máli að ná að halda í sjálfa sig utan sviðsljóssins og hefur Jenner sömuleiðis glímt við ýmsa erfiðleika á borð við fæðingarþunglyndi og slæma sjálfsmynd. Þó virðist allt vera á réttri leið hjá henni og ástin blómstrar hjá þessu prívat stjörnupari.