Borgaði tvöfalt meira fyrir miklu minna Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2024 14:01 Kristín Ólafs keypti sambærilegar vörur með glúteini á meðan Diljá keypti sínar venjulegu glúteinlausu. Diljá borgaði bæði meira og fékk minna magn. Diljá Jóhannsdóttir er hætt að njóta þess að fara út að borða og þarf auk þess að borga miklu meira fyrir matvöru en aðrir. Hún er með sjálfsofnæmissjúkdóminn Selíak en eina meðferðin er algjörlega glúteinlaust fæði. Kristín Ólafsdóttir fór í sérstaka verslunarferð með Diljá í Íslandi í dag. „Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“ Ísland í dag Heilsa Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
„Það þarf að passa mikið líka upp á krossmit og slíkt, má helst ekki fá mylsnu. Viðmiðin eru tuttugu parts per milljón, sem er þá bara mylsna eða tvær held ég. Það hafa náttúrulega orðið slys og það verða slys,“ segir Diljá. Þannig getur minnsta glúteinarða valdið miklum usla sé hún innbyrt. Einkennin geta verið næringarskortur, þyngdartap, kviðverkir, niðurgangur, þunglyndi og hármissir svo fátt eitt sé nefnt. Erfiðast í félagslegum aðstæðum Diljá segir í Íslandi dag það erfiðasta sem fylgi sé að vera í félagslegum aðstæðum þar sem matur komi við sögu. Að fara út að borða og í matarboð geti reynst þrautin þyngri. Diljá segir að sér finnist ekkert sérstaklega gaman að fara út að borða vegna þessa. „Þegar maður fer út að borða þá þarf maður náttúrulega að spyrja tuttugu spurninga kannski og það er mjög mismunandi hversu auðvelt er að fá svör. Og að fara í boð þá þarf maður alltaf að hringja á undan sér og athuga hvort það sé eitthvað eða hvort ég megi taka nesti, eða hvort það sé skrítið þá að taka nesti og allt svoleiðis.“ Miklu dýrara líf Diljá bjó um skeið í Noregi og sér mikinn mun á kunnáttu heilbrigðisstarfsfólks og veitingastaða vegna sjúkdómsins og hér. Þar er auk þess greiddur styrkur til þeirra sem eru með Selíak mánaðarlega. Þá er glúteinlaust fæði niðurgreitt með sambærilegum hætti víðar í Evrópu. „Þegar ég þarf að versla í matinn þarf ég iðulega að fara í tvær, þrjár búðir til að finna það sem ég þarf. Krónan selur kannski pasta sem ég þarf, Bónus selur mjölið sem ég þarf, Nettó kannski með meiri pulsubrauð, meira spes vörur. Þannig maður þarf oft að fara í nokkrar búðir til að versla.“ Þær Kristín og Diljá kíkja í litla verslunarferð í Íslandi í dag, Kristín með hefðbundnar vörur en Diljá með glúteinlausar. Gríðarlegur munur er á bæði magni af mat og verðinu sem þær greiða en Kristín greiðir 1839 krónur fyrir 4555 grömm af mat en Diljá 3.471 krónur fyrir 1830 grömm. Diljá segir þetta lýsandi fyrir sína reynslu. „Þetta er eina lyfið sem er við mínum sjúkdómi, það er ekki hægt að kaupa neitt úti í apóteki, ég þarf að vera á þessu mataræði ævilangt, ég læknast ekki. Þetta spilar inn í og þetta er ágæt upphæð sem maður borgar aukalega fyrir þetta mataræði. Það myndi hjálpa mikið að fá smá styrk.“
Ísland í dag Heilsa Mest lesið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira