Eyðilagði sumarfríið fyrir Ancelotti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 11:01 Carlo Ancelotti á æfingu Real Madrid fyrir leikinn í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt Carlo Ancelotti þarf auðvitað að velja byrjunarliðið hjá Real Madrid og það er ekki auðvelt verk þegar þú ert með troðfullt lið af hæfileikaríkum leikmönnum. Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo) Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Fyrsti mótsleikur Real Madrid er í kvöld á móti ítalska félaginu Atalanta en hann er í Ofurbikar UEFA. Þar mætast sigurvegarar Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar frá síðasta tímabili. Þetta verður fyrsta alvöru byrjunarlið Ancelotti á leiktíðinni og það fyrsta síðan að franska súperstjarnan Kylian Mbappé bættist við leikmannahópinn. Það er nóg af leikmönnum til að spila með Kylian Mbappé og líklega bara pláss fyrir tvo þeirra. Vinícius Júnior, Rodrygo, Endrick, Arda Güler og Brahim Díaz koma allir til greina en þá erum við bara að tala um framlínuna. Liðið er líka mjög vel statt þegar kemur að miðjumönnunum þar sem Jude Bellingham, Federico Valverde, Luka Modrić, Aurélien Tchouaméni og Dani Ceballos eru klárir í slaginn. Það væri líka vanalega Eduardo Camavinga en hann meiddist á æfingu í gær. Ancelotti grínaðist með höfuðverkinn sinn á blaðamannafundi fyrir leikinn. Það er ekki bara að velja ellefu fyrstu leikmenn heldur einnig að ákveða það hver spili hvar. „Ég er að glíma við stórt vandamál. Ég eyddi öllu sumrinu í að reyna að finna út hverjir ættu að byrja. Þetta eyðilagði sumarfríið mitt,“ sagði Ancelotti en auðvitað meira í gríni en alvöru. Leikur Real Madrid og Atalanta verður sýndur beint í kvöld á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsendingin klukkan 18.45. View this post on Instagram A post shared by CBS Sports Golazo (@cbssportsgolazo)
Spænski boltinn Ofurbikar UEFA Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira