Hamas segjast ekki munu senda fulltrúa til viðræðna á morgun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. ágúst 2024 06:56 Fólk flýr Khan Younis eftir rýmingartilskipun frá Ísraelsher á sunnudag. AP/Abdel Kareem Hana Hamas munu ekki senda fulltrúa til friðarviðræðna á morgun, þegar áætlað er að sendinefndir frá Ísrael, Bandaríkjunum, Egyptalandi og Katar munu koma saman. New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann. Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
New York Times hefur eftir Ahmad Abdul-Haid, talsmanni Hamas í Líbanon, að þátttaka myndi færa viðræðurnar aftur á byrjunarreit. Ísraelsmenn hafi ekki raunverulegan áhuga á að enda átökin á Gasa, heldur sé um að ræða tilraunir Benjamin Netanyhu forsætisráðherra Ísrael til að tefja og framlengja stríðið. Times segir þetta þó ekki endilega þýða að viðræðunum sé sjálfhætt og hefur eftir tveimur ónafngreindum heimildarmönnum að Hamas-liðar séu reiðubúnir til að eiga samtal við milliliði eftir fundinn á morgun, að því gefnu að Ísrael leggi fram skýr svör við síðustu tillögu Hamas. Þá segir Vedant Patel, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, að stjórnvöld í Katar hyggist freista þess að fá fulltrúa frá Hamas til að verða viðstadda fundinn á morgun, annað hvort frá samtökunum sjálfum eða tengiliði. Joe Biden Bandaríkjaforseti var spurður út í friðarviðræðurnar í gær og sagði stöðuna orðna erfiðari en að hann hefði ekki gefst upp. Erfitt að sjá að menn muni ná saman Staðan hefur raunar verið afar flókin frá upphafi en Netanyahu hefur ítrekað sagt að það sé markmið Ísrael að halda aðgerðum áfram þar til Hamas hefur verið tortímt, eða í það minnsta getu þeirra til að stjórna og stunda hernað frá Gasa. Hann sætir hins vegar auknum þrýstingi frá bandamönnum um að ganga til samninga. Bandaríkjamenn eru sagðir vinna hart að því bakvið tjöldin að koma í veg fyrir frekari óstöðugleika á svæðinu, eftir að stjórnvöld í Íran hótuðu hefndum í kjölfar drápsins á Ismail Haniyeh í Tehran. Leiðtogar í Bandaríkjunum og Evrópu hafa hvatt Íran til að halda aftur af sér og segja árás á Ísrael geta leitt til allsherjarstríðs en Íranir segjast í fullum rétti. Talsmaður utanríkisráðuneytis Íran sakaði Evrópuríkin í gær um að horfa framhjá árásum Ísrael í sameiginlegri yfirlýsingu sinni. „Íran mun ekki biðja neinn leyfis til að nýta sér rétt sinn,“ sagði hann.
Íran Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira