Hnefaleikakonan höfðar mál gegn J.K. Rowling og Elon Musk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2024 06:31 Imane Khelif með gullverðlaun sín og svo þau J.K. Rowling og Elon Musk Getty Nýr Ólympíumeistari í hnefaleikum kvenna mun leita réttar síns vegna þess eineltis sem hún varð fyrir á netinu á meðan Ólympíuleikunum stóð. Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024 Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Eitt af stærstu fréttamálum Ólympíuleikanna í París var þegar alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif var sökuð um að vera karlmaður að keppa í hnefaleikum kvenna. Khelif var meinuð þátttaka á HM í hnefaleikaleikum í fyrra þar sem hún stóðst ekki kynjapróf Alþjóðahnefaleikasambandsins (IBA) sem skipuleggur heimsmeistaramótið. IBA kemur hins vegar ekki lengur að hnefaleikakeppninni á Ólympíuleikunum og þar má Khelif keppa. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) hefur gagnrýnt ákvörðun IBA að banna Khelif og segir að hún hafi fæðst sem kona, lifað sem kona, keppt sem kona alla tíð og sé kona í vegabréfi sínu. Khelif sýndi mikinn styrk með því að komast í gegnum allt fárið og tryggja sér gullverðlaunin í veltivigt. Hún varð þar með fyrsta konan frá Alsír til að vinna gullverðlaun í hnefaleikum í sögu Ólympíuleikanna. Eftir að sigurinn var í höfn þá talaði Khelif um, að áreitinu sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan, verði að linna. Hún tilkynnti líka að hún ætlaði að leita réttar síns. Nú hefur hún staðið við það. Independent hefur eftir lögmanni Khelif að hún hafi höfðað mál. Meðal þeirra sem hún höfðar mál gegn eru höfundur Harry Potter bókanna J.K. Rowling og ríkasti maður heims, Elon Musk. Khelif höfðaði mál sitt í Frakklandi vegna hatursorðræðu og eineltis á netinu. Lögfræðingur hennar segir herferð gegn Khelif hafa falist í kvenhatri, rasisma og kynjamisrétti. Bæði Rowling og Musk tóku þátt í umræðunni um Khelif. Rowling kallaði hnefaleikakonuna karlmann og sagði að hún nyti þess örugglega að berja konur. Musk deildi pósti og tók undir það þegar annar notandi skrifaði að karlmenn ættu ekki heima í kvennaíþróttum. BREAKING: J.K. Rowling and Elon Musk named in cyberbullying lawsuit filed by #Olympic boxer Imane Khelif #NOH8 pic.twitter.com/qYS0v7JKkx— NOH8 Campaign (@NOH8Campaign) August 14, 2024
Box Ólympíuleikar 2024 í París Tengdar fréttir Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23 „Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31 Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00 Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Í beinni: Barcelona - Celta | Skrefi nær titlinum? Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Sjá meira
Imane Khelif landaði gullinu örugglega Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif tryggði sér í kvöld gullverðlaun í 66 kg flokki á Ólympíuleikunum í París en hún lagði hina kínversku Yang Liu á stigum í úrslitaviðureigninni. 9. ágúst 2024 22:23
„Veit ekki af hverju IBA hatar mig“ Imane Khelif var í skýjunum eftir að hafa unnið til gullverðlauna í 66 kg flokki í hnefaleikakeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París. Hún segir að allar árásirnar sem hún hefur orðið fyrir geri sigurinn sætari. 10. ágúst 2024 10:31
Furðulegur fundur haldinn um mál hnefaleikakvennanna Alþjóðahnefaleikasambandið hélt fund í gær til að marka afstöðu sína í kynjamáli kvennanna tveggja sem hafa verið til umræðu undanfarna daga. Miklum tíma var reyndar eytt í allt önnur mál sem forsetinn ákvað sjálfur að taka fyrir og fundinum er lýst sem þeim allra furðulegasta. 6. ágúst 2024 10:00
Khelif segir að hatrinu og níðinu verði að linna: „Þetta getur eyðilagt fólk“ Alsírska hnefaleikakonan Imane Khelif segir að áreitinu sem hún hefur orðið fyrir undanfarna daga verði að linna. 5. ágúst 2024 10:01