Viðskiptaráð biður ráðuneytið um niðurstöður námsmats Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. ágúst 2024 13:11 Niðurstöður frá árinu 2012 sýndu fram á mikinn mun á grunnskólum borgarinnar. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráð hefur sent mennta- og barnamálaráðuneytinu upplýsingabeiðni um niðurstöður námsmats í grunnskólum. Í beiðninni er óskað eftir PISA-einkunnum, niðurstöðum samræmdra könnunarprófa og skólaeinkunnum sundurgreindum eftir grunnskólum. Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu. PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðskiptaráði segir að PISA-einkunnir sem Reykjavíkurborg var skylduð til að birta opinberlega árið 2012 hafi sýnt fram á verulegan mun á milli skóla í borginni. Í úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því ári sagði að í slíkum birtingum fælust engar persónugreinanlegar upplýsingar en Freyja Birgisdóttir, sviðsstjóri matssviðs hjá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að niðurstöður nýs samræmds námsmats eftir skóla yrðu ekki gerðar opinberar á grundvelli persónuverndar. „Þessi ummæli sviðsstjórans stangast á við úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál,“ segir í tilkynningu Viðskiptaráðs. Munurinn hafi jafngilt fjögurra ára skólagöngu Gögnin sem um ræðir leiddu í ljós mikinn mun á færni nemenda eftir grunnskólum borgarinnar. Til að mynda munaði 154 PISA-stigum á efsta og neðsta grunnskólanum. „Til samanburðar fjölgar stigum um 40 fyrir hvert ár skólagöngu að jafnaði hjá þátttökuríkjum PISA. Mismunur á námsárangri á milli grunnskóla Reykjavíkurborgar jafngilti því tæplega fjórum árum af skólagöngu,“ segir í tilkynningunni. Þá kom einnig fram í gögnunum að mikils munar gætti á lesskilningi skólanna á milli. Þannig töldust þrjú prósent barna ekki búa yfir grunnfærni í lesskilningi í þeim skóla sem best kom út en sama hlutfall nam 64 prósentum í þeim skóla sem verst kom út. Á skjön við frumskyldu stjórnvalda Viðskiptaráð segir það vera brýnt að gögn um námsmat verði gerð opinber fyrir landið allt svo umræða geti farið fram um leiðir til að tryggja fullnægjandi færni barna í öllum grunnskólum. Íslensk stjórnvöld hafi þá frumskyldu að tryggja börnum fullnægjandi menntun óháð búsetu og áframhaldandi áform um leynd yfir námsmati í einstökum grunnskólum séu á skjön við þá skyldu.
PISA-könnun Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira