Starfsmenn Veðurstofunnar í biðstöðu og kvikusöfnun heldur áfram Bjarki Sigurðsson skrifar 13. ágúst 2024 12:16 Benedikt Gunnar Ófeigsson er náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni. Vísir/Arnar Náttúruvársérfræðingur segir litlar líkur á að gos hefjist innan bæjarmarka Grindavíkur. Starfsmenn Veðurstofunnar eru nú í biðstöðu og bíða eftir kvikuhlaupi eða eldgosi sem gæti hafist hvenær sem er. Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira
Kvikumagnið í hólfinu undir Svartsengi er komið yfir þau mörk sem við sáum áður en síðasta eldgos hófst í lok maímánaðar. Starfsmenn Veðurstofunnar telja að gos eða kvikuhlaup gæti hafist í raun hvenær sem er á næstu dögum, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar, náttúruvársérfræðings hjá stofnuninni. Þrátt fyrir það helst samt hættumat stofnunarinnar óbreytt og gildir næstu vikuna til 20. ágúst. Hættulegt er að vera í Grindavík og við svæðið þar sem síðustu gos hafa komið upp. Hættumatskortið gildir til 20. ágúst.Veðurstofan „Jarðskjálftavirkni á svæðinu hefur farið vaxandi síðustu vikur og sýnir svipaða þróun og fyrir síðustu kvikuhlaup og eldgos. Síðustu sjö daga hefur virknin verið svipuð á milli daga og um 60 til 80 skjálftar mælst á sólarhring á svæðinu frá Stóra-Skógfelli að Grindavík. Flestir skjálftanna eru á um 2 – 4 km dýpi, þeir grynnstu á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Sýlingarfells,“ segir í nýrri færslu á vef Veðurstofunnar. Þá hefur landris verið stöðugt síðustu eina og hálfa vikuna, þó það séu vísbendingar um að það gæti verið að hægja á því, sem bendir til þess að kvikuþrýstingur sé að aukast undir Svartsengi. „Fyrir síðasta gos, þá þurftum við að bíða í tvær vikur eftir að þessum mörkum var náð. Þannig við þurfum aðeins að hafa það í huga að þetta gæti dregist um nokkrar vikur. Virknin er samt sem áður orðin mjög svipuð og hún var fyrir síðasta gos, kannski örlítið minni en hún er að nálgast þá virkni mjög hratt,“ segir Benedikt. Eftir því sem lengra líður, því meiri líkur eru á að gos hefjist. „Núna eru öll mæligögn að sýna að þetta er svipað og fyrir síðasta gos og við þurfum að vera tilbúin, þetta getur gerst hvenær sem er. En við verðum bara líka að hafa í huga að þetta getur tafist. Bara vera þolinmóð og bíða,“ segir Benedikt. Erfitt sé að fullyrða hvort næsta gos yrði stærra en hin þó kvikumagnið í kvikuhólfinu sé meira. Þá telur hann ólíklegt að kvika komi upp innan Grindavíkur. „Við verðum að gera ráð fyrir, sérstaklega að það komi upp svona lítil eldgos eins og gerðist í janúar síðast. Að það geti skriðið upp nálægt bænum smá gusur. Það er ekki hægt að útiloka það en að það komi stórt eldgos inni í Grindavík held ég að sé mjög ólíklegt,“ segir Benedikt. Komi til goss er líklegast að það verði í sömu sprungu og gosið hefur nokkrum sinnum úr síðustu mánuði. „Svo breyta þessi eldgos sér alltaf á milli atburða. Þau gera það á óútreiknanlegan hátt. Við verðum bara að vera tilbúin fyrir það að það gerist eitthvað aðeins öðruvísi en síðast,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Náttúruhamfarir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Er sama hvort Pútín fái rauðan dregil ef það tryggir frið í Evrópu Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Sjá meira