Mannréttindastjóri gagnrýnir óhóflega beitingu valds í Venesúela Lovísa Arnardóttir skrifar 13. ágúst 2024 11:57 Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Volker Türk mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti í dag miklum áhyggjum af áframhaldandi geðþótta-fjöldahandtökum í Venesúela. Jafnframt telur hann beitingu valds óhóflega að loknum forsetakosningum í landinu. „Það er sérstaklega uggvænlegt að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir fyrir að stuðla að hatri eða fyrir brot á lögum gegn hryðjuverkum,“ segir Türk í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar. „Aldrei ber að nota sakamálarétt til að skerða um of tjáningarfrelsi, samkomufrelsi og félagafrelsi,“ segir mannréttindastjórinn. Í tilkynningu á vef Sameinuðu þjóðanna kemur fram að samkvæmt opinberum upplýsingum hafi rúmlega 2.400 verið handteknir frá 29. júlí. Þar á meðal er fólk sem hefur sætt geðþótta handtöku fyrir þátttöku í mótmælum, mannréttindafrömuðir, ungmenni, fólk með fötlun, stjórnarandstæðingar eða þeir sem taldir eru tengjast þeim. Auk þess hafa eftirlitsmenn skipaður af stjórnarandstöðuflokkum til eftirlits á kjörstöðum verið sviptir frelsi. Í flestum þeirra tilfella, sem Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur skráð, hefur handteknu fólki ekki verið leyft að velja sér verjendur eða hafa samband við fjölskyldur sínar. „Ég hvet til tafarlausrar lausnar allra sem handteknir hafa verið af geðþótta og að öllum verði tryggð réttlát málsmeðferð,“ segir Türk í yfirlýsingu sinni og að óhófleg valdbeiting lögreglu og banvænar árásir vopnaðra stuðningsmanna stjórnvalda á mótmælendur megi ekki endurtaka sig. Ofbeldi ekki lausnin Í tilkynningu kemur einnig fram að fréttir hafi borist af ofbeldisverkum mótmælenda gegn opinberum embættismönnum og byggingum. Ofbeldi er þó aldrei lausnin, að mati mannréttindastjórans. „Rannsaka ber öll dauðsföll sem tengjast mótmælunum og láta gerendur sæta ábyrgð í samræmi við sanngjarna málsmeðferð og í samræmi við staðla um sanngjörn réttarhöld,“ segir Türk. Í yfirlýsingu hans kemur fram að á samfélagsmiðlum megi finna lista af fólki sem hafi hvatt til ofbeldisverka. Á listanum megi meðal annars finna nöfn stjórnarandstæðinga og blaðamanna. Mannréttindastjórinn hefur einnig lýst áhyggjum sínum af hugsanlegri samþykkt löggjafar um eftirlit, skráningu, starf og fjármögnun almannasamtaka, auk löggjafar til höfuðs fasisma, ný-fasisma og fleiru. Stjórnarandstaðan í Venesúela boðaði til viku í vikunni fyrir pólitíska fanga í Venesúela.Vísir/EPA „Ég hvet yfirvöld til að láta hjá líða að samþykkja þessa löggjöf eða neina álíka sem skerðir borgaralegt og lýðræðislegt rými í landinu í þágu félagslegrar samheldni og framtíðar landsins.“ Hann er einnig uggandi yfir því að vegabréf sumra einstaklinga hafi verið gerð ógild. Slíkt virðist vera gert í hefndarskyni fyrir löglegar athafnir í landinu. Allt þetta eykur spennu og sundrar þjóðfélagsvefnum í Venesúela,“ segir Türk og heldur áfram: „Alþjóðasamfélagið hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í að efla víðtæka samræðu með mannréttindi Venesúelabúa að leiðarljósi. Embætti mitt er eins og ætíð til þjónustu reiðubúið,“ bætti mannréttindastjórinn við. Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 12:23 Fjölskyldur sendar úr landi og viðvörunarkerfi í Grindavík Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 11:51 „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. 10. ágúst 2024 18:10 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
„Það er sérstaklega uggvænlegt að svo margir séu handteknir, ásakaðir eða ákærðir fyrir að stuðla að hatri eða fyrir brot á lögum gegn hryðjuverkum,“ segir Türk í yfirlýsingu á vef stofnunarinnar. „Aldrei ber að nota sakamálarétt til að skerða um of tjáningarfrelsi, samkomufrelsi og félagafrelsi,“ segir mannréttindastjórinn. Í tilkynningu á vef Sameinuðu þjóðanna kemur fram að samkvæmt opinberum upplýsingum hafi rúmlega 2.400 verið handteknir frá 29. júlí. Þar á meðal er fólk sem hefur sætt geðþótta handtöku fyrir þátttöku í mótmælum, mannréttindafrömuðir, ungmenni, fólk með fötlun, stjórnarandstæðingar eða þeir sem taldir eru tengjast þeim. Auk þess hafa eftirlitsmenn skipaður af stjórnarandstöðuflokkum til eftirlits á kjörstöðum verið sviptir frelsi. Í flestum þeirra tilfella, sem Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur skráð, hefur handteknu fólki ekki verið leyft að velja sér verjendur eða hafa samband við fjölskyldur sínar. „Ég hvet til tafarlausrar lausnar allra sem handteknir hafa verið af geðþótta og að öllum verði tryggð réttlát málsmeðferð,“ segir Türk í yfirlýsingu sinni og að óhófleg valdbeiting lögreglu og banvænar árásir vopnaðra stuðningsmanna stjórnvalda á mótmælendur megi ekki endurtaka sig. Ofbeldi ekki lausnin Í tilkynningu kemur einnig fram að fréttir hafi borist af ofbeldisverkum mótmælenda gegn opinberum embættismönnum og byggingum. Ofbeldi er þó aldrei lausnin, að mati mannréttindastjórans. „Rannsaka ber öll dauðsföll sem tengjast mótmælunum og láta gerendur sæta ábyrgð í samræmi við sanngjarna málsmeðferð og í samræmi við staðla um sanngjörn réttarhöld,“ segir Türk. Í yfirlýsingu hans kemur fram að á samfélagsmiðlum megi finna lista af fólki sem hafi hvatt til ofbeldisverka. Á listanum megi meðal annars finna nöfn stjórnarandstæðinga og blaðamanna. Mannréttindastjórinn hefur einnig lýst áhyggjum sínum af hugsanlegri samþykkt löggjafar um eftirlit, skráningu, starf og fjármögnun almannasamtaka, auk löggjafar til höfuðs fasisma, ný-fasisma og fleiru. Stjórnarandstaðan í Venesúela boðaði til viku í vikunni fyrir pólitíska fanga í Venesúela.Vísir/EPA „Ég hvet yfirvöld til að láta hjá líða að samþykkja þessa löggjöf eða neina álíka sem skerðir borgaralegt og lýðræðislegt rými í landinu í þágu félagslegrar samheldni og framtíðar landsins.“ Hann er einnig uggandi yfir því að vegabréf sumra einstaklinga hafi verið gerð ógild. Slíkt virðist vera gert í hefndarskyni fyrir löglegar athafnir í landinu. Allt þetta eykur spennu og sundrar þjóðfélagsvefnum í Venesúela,“ segir Türk og heldur áfram: „Alþjóðasamfélagið hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í að efla víðtæka samræðu með mannréttindi Venesúelabúa að leiðarljósi. Embætti mitt er eins og ætíð til þjónustu reiðubúið,“ bætti mannréttindastjórinn við.
Venesúela Sameinuðu þjóðirnar Mannréttindi Tengdar fréttir Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 12:23 Fjölskyldur sendar úr landi og viðvörunarkerfi í Grindavík Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 11:51 „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30 Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. 10. ágúst 2024 18:10 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Fleiri fréttir Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Sjá meira
Treystir Útlendingastofnun fullkomlega Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Formaður allsherjar- og menntamálanefndar segist treysta mati útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 12:23
Fjölskyldur sendar úr landi og viðvörunarkerfi í Grindavík Um sjö fjölskyldum frá Venesúela var vísað úr landi í gær þrátt fyrir óöldina þar í landi eftir umdeildar forsetakosningar fyrir rúmri viku síðan. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við formann allsherjar- og menntamálanefndar sem segist treysta mati Útlendingayfirvalda í málaflokknum. 11. ágúst 2024 11:51
„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. 10. ágúst 2024 19:30
Hælisleitendur óttast um líf sitt og hundur veikur eftir súkkulaði Hælisleitendur óttast líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríki í Venesúela eftir endurkjör forsetans þar þegar hælisleitendum þaðan er vísað úr landi. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem rætt verður við fólk sem bíður brottvísunar. 10. ágúst 2024 18:10