„Það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2024 10:30 Adam Ægir hefur komið sér vel fyrir hjá nýja félaginu. AC PERUGIA Atvinnumannaferillinn utan landsteina Íslands hefði varla getað byrjað betur hjá Adam Ægi Pálssyni, sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir ítalska liðið Perugia. Hann segir spennandi tíma framundan og hlutverk sitt vera það sama og alltaf, skora og leggja upp. Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan. Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira
Adam hefur verið einn fremsti leikmaður Bestu deildarinnar undanfarin ár en er nú að uppfylla langþráðan draum um atvinnumennsku utan Íslands. Hann fluttist nýlega til Perugia á Ítalíu. „Fyrstu viðbrögð eru bara gríðarlega góð. Það eru náttúrulega frábærir veitingastaðir hérna og strákarnir mjög skemmtilegir þannig að það er verið að bjóða manni út að borða hérna hægri, vinstri. Mér líður ágætlega vel hérna til að byrja með þannig að vonandi koma menn í heimsókn bráðum,“ sagði Adam meðan hann naut sín í sólarblíðunni. Stefnir ekki aftur heim Adam skrifaði undir framlengdan samning við Val en var samtímis lánaður til Perugia. Hann stefnir á að festa rætur þar, eða annars staðar utan Íslands. Þrenna í fyrsta leik Þetta byrjar sannarlega vel fyrir Adam sem skoraði þrennu í sínum fyrsta leik fyrir Perugia gegn Latina í ítölsku bikarkeppninni. „Það er mjög gaman að byrja atvinnumennskuna á þrennu, það verður að viðurkennast. Ég er þekktur fyrir að ofhugsa smá en það er fínt að fara út í leiki þar sem maður veit í raun ekki hvernig andstæðingurinn er, hvernig völlurinn lítur út eða neitt. Maður í raun veit ekki neitt annað en að maður er að fara að spila fótbolta, það er mjög þægileg tilfinning að fara bara og spila fótbolta til þess að njóta.“ 𝑻𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒏 𝒐𝒇 𝒕𝒉𝒆 𝒎𝒂𝒕𝒄𝒉! @adampalsson #forzaperugiasempre @seriecofficial #LatinaPerugia pic.twitter.com/RTXRWZp6qK— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 ⌛️| FULL TIME #LatinaPerugia 1-4👏👏👏👏👏👏👏#forzaperugiasempre @seriecofficial #LATPER pic.twitter.com/SwRwPgGIl7— A.C. Perugia (@ACPerugiaCalcio) August 11, 2024 Fyrirliði ítalska u20 landsliðsins nýjasti liðsfélaginn Markmiðin fyrir næsta tímabil eru skýr hjá Perugia, sem hefur styrkt liðið mikið fyrir komandi átök í Serie C og ætlar sér upp um deild. Adam segir sitt hlutverk innan liðsins það sama og alls staðar annars staðar. „Það er klárlega stefnan hjá stuðningsmönnum, maður finnur það alveg að það er gríðarleg pressa að komast upp í Serie B. Mitt hlutverk er náttúrulega bara að skora og leggja upp, eins og annars staðar. Þetta er gríðarlega spennandi lið. Við erum að fá leikmann frá Inter Milan á láni sem hefur verið fyrirliði undir 20 ára landsliðs Ítalíu. Þannig að þetta er gríðarlega spennandi lið og við erum með fullt af góðum leikmönnum sem eru að spila hérna. Við erum að spila 3-4-2-1 einhvern veginn. Ég í tíunni, gríðarlega spennandi að vera kominn á svona hátt getustig,“ sagði Adam að lokum. Innslagið úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Ítalski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Sjá meira