Íslenski boltinn

Sænskur sóknar­maður sagður á leið til Vals fyrir sjö milljónir króna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Albin Skoglund hefur skorað 25 mörk í 121 leik fyrir Utsiktens BK.
Albin Skoglund hefur skorað 25 mörk í 121 leik fyrir Utsiktens BK. göteborgs-posten

Albin Skoglund er sagður á leið til landsins í læknisskoðun áður en hann skrifar undir samning við Val, sem talið er að borgi um sjö milljónir króna fyrir leikmanninn.

Sportbladet/Aftonbladet greinir frá. Þar er sagt að Valur borgi 500.000 sænskar krónur, eða um sjö milljónir íslenskra króna.

Albin er 27 ára gamall sænskur sóknarmaður, uppalinn hjá Hacken í heimalandinu og hefur einnig leikið fyrir Örgryte, Varberg, Oddevold og Ljungskile. Undanfarin ár hefur hann verið hjá Utsiktens BK, sem leikur í næstefstu deild.

Nýráðinn þjálfari Vals, Srdjan Tufegdzic, ætti að þekkja vel til hans enda búinn að þjálfa bæði Skövde og Öster í sömu deild síðustu tvö ár áður en hann tók við hjá Val á dögunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×