Dró framboðið til baka til að forðast innanflokkserjur Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2024 08:52 Joe Biden Bandaríkjaforseti veifar úr landgangi forsetaflugvélarinnar í síðustu viku. Þá var hann á leið að hitta starfsliðs framboðs síns til þess að þakka því fyrir störf sín. AP/Susan Walsh Joe Biden Bandaríkjaforseti telur að keppnin milli sín og Donalds Trump hefði ekki ráðist fyrr en á lokasprettinum hefði hann haldið áfram í framboði. Hann segist hafa dregið sig í hlé til þess að innanflokkserjur um framboð sitt skemmdu ekki fyrir demókrötum í kosningunum. Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan. Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Straumhvörf urðu í kosningabaráttunni í Bandaríkjunum þegar Biden dró framboð sitt til baka í kjölfar sjónvarpskappræðna við Trump þar sem hann þótti koma illa fyrir í júní. Sitjandi forsetinn átti verulega undir högg að sækja í skoðanakönnunum og mældist í sumum ríkjum með töluvert minna fylgi en frambjóðendur demókrata til Bandaríkjaþings. Biden ræddi brotthvarf sitt í fyrsta skipti í sjónvarpsviðtali við CBS í gær. Þar gerði hann lítið af vangaveltum um heilsu hans og andlega burði. Hann hefði verið veikur þegar kappræðurnar fóru fram. Úrslitin í forsetakosningunum hefðu ekki ráðist fyrr en í blálokin hefði hann haldið framboði sínu til streitu. „Nokkrir kollegar mínar, demókratar í fulltrúa- og öldungadeildinni, töldu að ég myndi skaða þá í kosningabaráttunni,“ sagði Biden um ástæðu þess að hann lét undan þrýstingi um að stíga til hliðar. Hann hafi ekki viljað að átök um framboð sitt drægju athyglina frá því að bera sigurorð af Trump í kosningunum í nóvember. „Við verðum, við verðum, við verðum að sigra Trump,“ sagði Biden í viðtalinu. Telur Trump ógn við öryggi Bandaríkjanna Horfur demókrata í skoðanakönnunum hafa batnað verulega eftir að Kamala Harris, varaforseti Biden, tók við sem forsetaframbjóðandi flokksins þótt enn stefni í tvísýnar kosningar. Biden hét því að styðja Harris á hvern þann hátt sem hún teldi best. Varaði Biden enn við því sem gæti gerst eftir kosningarnar í haust og að hann væri alls ekki sannfærður um að valdaskipti eftir þær verði friðsamlegar ef Trump tapar. „Hann meinar það sem hann segir. Við tökum hann ekki alvarlega. Hann meinar það. Allt þetta um: „Það verður blóðbað ef við töpum“,“ sagði Biden og vísaði til ummæla Trump frá því í mars. Framboð Trump hélt því fram að þau ummæli hafi átt við um bílaiðnaðinn ef Biden yrði endurkjörinn. „Hann er raunveruleg ógn við öryggi Bandaríkjanna,“ sagði Biden og sakaði Trump um að vera bandamaður kynþáttahatara eins og Kú Klúx Klan.
Joe Biden Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Trump Jr. á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Sjá meira
Er óviss um friðsamleg forsetaskipti ef Trump tapar Joe Biden Bandaríkjaforseti segist alls ekki viss um að forsetaskiptin muni fara friðsamlega fram ef Donald Trump tapar í forsetakosningunum vestanhafs. 8. ágúst 2024 07:06