Innlent

Helgi Magnús ritar ráð­herra bréf og Ás­mundur Einar um mennta­kerfið

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Árni Finnsson,formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, gagnrýnir áætlanir íslenska ríkisins í loftslagsmálum, bæði fyrir metnaðarleysi og skort á útfærslu.

Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntmálaráðherra ræðir það sem hann kallar umfangsmestu breytingar á íslensku menntakerfi á síðari árum, breytingar sem þegar hafa vakið mikla umræðu.

Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, hefur ritað dómsmálaráðherra bréf og krafist þess að áminning sem ríkissaksóknari veitti honum, verði afturkölluð þegar í stað. Hann gagnrýnir yfirmann sinn.

Ingibjörg Þórisdóttir, fyrrverandi fréttastjóri CNN í Bretlandi, ræðir uppþotin og mótmælin þar undangengnar vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×