Allt svo snyrtilegt við höfnina í Vestmannaeyjum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. ágúst 2024 20:31 Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum og hennar starfsfólk eiga heiður skilinn fyrir hvað höfnin er snyrtileg og falleg. Magnús Hlynur Hreiðarsson Miklar endurbætur hafa verið gerðar á höfninni í Vestmannaeyjum þar sem áhersla er lögð á snyrtimennsku og virðingu við gamla tímann með allskonar nýjungum. Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira
Það er alltaf gaman að rölta um hafnir landsins og skoða mannlífið þar og virða umhverfið fyrir sér. Vestmannaeyjahöfn er að verða ein af glæsilegustu höfnunum því það er allt orðið svo snyrtilegt og fallegt og verið að gera allskonar hluti til að lífga upp á hafnarsvæðið eins og með endurgerð á bátum, bekkir með bátalagi eru á nokkrum stöðum, ruslatunnurnar eru skemmtilega málaðar og styttan af Ása í bæ vekur alltaf athygli. „Við erum að reyna að hressa höfnina aðeins við útlitslega en okkur vantar meira pláss, hún er algjörlega sprungin,” segir Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri í Vestmannaeyjum. „Við þurfum bara öll að ganga vel um umhverfið okkar og höfnin er einn af þeim stöðum, sem þarf að passa vel upp á. Það er ekki gaman að vera með drulluskítuga höfn. Það gerum við ekki bara við hafnarstarfsmennirnir, við þurfum alla, það þurfa allir að hjálpast að til þess að það sé snyrtilegt hjá okkur og það hefur verið að ganga ágætlega,” bætir Dóra Björk við. Styttan af Ása í bæ við höfnina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér. Urðaviti eins og hann var fyrir gos sómir sér vel við höfnina og þar er vinsælt að láta taka mynd af sér.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimamenn eru mjög ánægðir með hafnarstjórann og hennar verk. „Já, ég er mjög ánægður með hana, það er bara allt að gerast. Það er til dæmis nýbúið að setja upp dælu með vatni þannig að við getum þrifið bátana hérna niður á bryggju. Þetta er mjög snyrtilegt og fallegt hafnarsvæði, það er ekki mikið af drasli hér,” segir Þór Ísfeld Vilhjálmsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. „Já, þetta er bara mjög gott. Ef maður skoðar nokkra ára myndir frá Eyjum þá sér maður hvað það er búið að gera mikið, maður fattar það ekki þegar maður sér þetta daglega,” segir Bragi Steingrímsson, sjómaður í Vestmannaeyjum. Ruslatunnurnar við höfnina eru sérstaklega skemmtilegar og vekja mikla athygli.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Umhverfismál Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Sjá meira