Allt fallið í ljúfa löð hjá Bogdanovic og Melo Siggeir Ævarsson skrifar 10. ágúst 2024 23:16 Bogdanovic og Melo léttir í leikslok FIBA Bogdan Bogdanović, leikmaður Serbíu á Ólympíuleikunum, náði að hrista hressilega upp í fjölmörgum stuðningsmönnum Bandaríkjanna þegar liðin áttust við í undanúrslitum leikanna. Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024 Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira
Serbar voru hársbreidd frá því að koma vonum Bandaríkjamanna um sigur á leikunum í mikið uppnám og Bogdanović átti sinn þátt í því þegar hann setti stóran þrist á ögurstundu. Hann tók sig til og fagnaði með því að benda með þremur fingrum á höfuð sér en Carmelo Anthony, eða Melo eins og hann er oftast kallaður, fyrrum leikmaður bandaríska landsliðsins, var þekktur fyrir að fagna á þennan hátt. Netverjar voru fljótir að hlaupa til og lesa allt milli himins og jarðar í þessi fagnaðarlæti, en Melo sat sjálfur á hliðarlínunni og fylgdist með leiknum. Einhver benti á að hann hefði sjálfur fagnað svona fyrir framan Bogdanovic á Ólympíuleikunum 2016 og vildi meina að hann hefði verið að „hefna“ sín með því að gera grín að Melo. Þá þótti mörgum Bogdanovic vera að gera lítið úr Melo eða í það minnsta að gera grín að honum, en eins og stundum áður þá virðast netverjar hafa hlaupið á sig áður en öll kurl voru komin til grafar. Bogdanovic tjáði sig sjálfur um málið eftir að Serbar tryggðu sér bronsverðlaunin á leikunum. „Ég veit að sumir halda að ég hafi verið að reyna að ögra. En fyrir mér þá snýst þetta um að njóta leiksins og að takast á. Ég er eingöngu með ást í hjarta og virðingu fyrir því að Melo sé hér, enda er hann FIBA goðsögn. Þetta er eingöngu virðing og samkeppni.“ Melo sjálfur virðist ekki hafa tekið þetta nærri sér á nokkurn hátt en hann var mættur á hliðarlínuna í bronsleiknum og þeir félagar féllust í faðma eftir leik. On Thursday, Bogdan Bogdanović did Melo's celebration after hitting a three vs. Team USA with Melo sitting courtsideToday, Melo showed up to watch Serbia vs. Germany and the two shared a moment after Serbia won bronze 🤝❤️ pic.twitter.com/DiPqMv9SOs— Bleacher Report (@BleacherReport) August 10, 2024
Ólympíuleikar 2024 í París Körfubolti Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans Sjá meira