„Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er“ Bjarki Sigurðsson skrifar 10. ágúst 2024 19:30 Rigel Rivas og Betsy Contreras eru hælisleitendur frá Venesúela. Vísir/Ragnar Dagur Hælisleitendur óttast um líf sitt verði þeir sendir til baka til Venesúela frá Íslandi. Lögmaður segir útlendingayfirvöld ekki taka mið af óöldinni sem ríkir í Venesúela eftir endurkjör forsetans. Flugvél full af hælisleitendum frá Venesúela flýgur frá Keflavíkurflugvelli í kvöld. Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela. Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Mikil óánægja hefur ríkt í Venesúela eftir að forseti landsins, Nicolas Maduro, var endurkjörinn í kosningum en margir hverjir telja niðurstöðu þeirra ólögmætar. Í útgönguspám var mótframbjóðanda hans spáð öruggum sigri. Kjörstjórn lýsti þó yfir að Maduro hafi hlotið 51 prósent atkvæða gegn 44 prósentum mótframbjóðandans Edmundo Gonzalez. Embættismenn í einhverjum kjördæmum hafa neitað að afhenda pappírsgögn um talningu atkvæðanna. Mótmælt hefur verið víða um landið vegna þessa og fjöldi fólks handtekinn fyrir það eða fyrir að tala gegn Maduro. Samkvæmt tölum frá samtökunum Foro Penal hafa 1303 verið handteknir, þar af 116 börn. Jón Sigurðsson, lögfræðingur og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, segir að samt sem áður taki útlendingayfirvöld lítið tillit til þess sem hefur átt sér stað í landinu eftir kosningar. „Staðan er líklega verri núna heldur en hún var fyrir. Ég hef kynnt mér það sem hefur birst frá mannréttindasamtökum og það er talið að þetta sé líklega það versta sem hefur átt sér stað í Venesúela,“ segir Jón. Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður Félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd.Vísir/Örvar Flóttamenn sem sendir verða til baka séu í hættu bara fyrir það að hafa reynt að flýja. Samkvæmt heimildum fréttastofu stendur til að senda hóp Venesúelamanna úr landi í kvöld. „Það væri eðlilegt að taka þetta í reikninginn og hafa varann á. Gæta þess að senda fólk ekki í einhverjar hræðilega ótryggar aðstæður. Að minnsta kosti ganga úr skugga um að við séum ekki að senda fólk út í einhvern hrylling,“ segir Jón. Í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu segir að yfirvöld meti aðstæður þannig að það sé ekki hættulegt fyrir alla að vera þar. Stofnunin hafi fylgst náið með þróun mála eftir kosningar en að framkvæmd þeirra og aðgerðir stjórnvalda eftir þær hafi ekki breytt mati stofnunarinnar á almennum aðstæðum í landinu. Þó verður áfram fylgst náið með þróuninni. Hælisleitendur frá Venesúela hér á landi óttast þó um líf sitt verði þeir sendir til baka. „Ríkisstjórn Íslands tekur ekki ástandið í Venesúela alvarlega. Hún tekur það ekki alvarlega að eftir kosningarnar er líf okkar í hættu í Venesúela,“ segir Betsy Contreras, hælisleitandi frá Venesúela. Fólki bíði ekkert nema kúgun og slæmt líf verði það sent til baka. „Þið vitið ekki hver raunveruleikinn þarna er. Það er fólk... vinur minn er í fangelsi, bara fyrir að hafa talað gegn ríkisstjórninni. Hann býr beint á móti húsinu mínu. Þeir handtaka fólk bara fyrir að segja sannleikann,“ segir Rigel Rivas, einnig hælisleitandi frá Venesúela.
Venesúela Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent