Samfélagslegt tap af afnámi tolla Margrét Gísladóttir skrifar 9. ágúst 2024 15:00 Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar. Af hverju leggja allar þjóðir á tolla? Tollar sem lagðir eru á matvæli hérlendis, sem og í nær öllum öðrum löndum heims, gegna þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart sambærilegum innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd beita þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu, s.s. Evrópusambandið og Bandaríkin. Í fyrrnefndri tilkynningu Viðskiptaráðs segir m.a. að afnám tolla á matvöru feli í sér samfélagslegan ávinning í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar. Þessi staðhæfing er nokkuð sérstök í ljósi þess að mönnum greinir ekki á um að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Verðmætasköpunin myndi flytjast úr landi. Ástæðan er sú að án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við sambærilegar erlendar landbúnaðarvörur. Framleiðslukostnaður hérlendis er hærri en víða annars staðar sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, smæð markaðarins, hás flutningskostnaðar og mun minni framleiðslueininga en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollvernd rýrnar með hverju árinu Tollar á matvæli virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðmæti vörunnar. Tollarnir hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina – og þá til lækkunar. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Lítið er rætt um þessa þróun þó hún bíti mjög fyrir íslenska matvælaframleiðslu. Innflutningur eykst ár frá ári á meðan innlend framleiðsla stendur í stað eða dregst saman. Þannig jókst innflutningur á kjöti um 17% milli áranna 2022 og 2023, þar af jókst innflutningur á nautakjöti um heil 48% og hefur aldrei verið meiri. Til viðbótar við þessa sjálfsprottnu þróun sem lítið er rædd hefur tollaumhverfið tekið gjörbreytingum á einungis nokkrum árum. Með samningi Íslands við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur frá 2015, sem kom til framkvæmda 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Varð snemma ljóst að þessi samningur hallaði mjög á innlenda framleiðendur og árið 2020 boðaði þáverandi utanríkisráðherra endurskoðun á honum í ljósi þess. Hins vegar hefur lítið gerst í þeim málum fram til þessa. Efling íslensks atvinnulífs Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Viðskiptaráðs vinna samtökin af því að „efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Því kemur þessi hvatning samtakanna til íslenskra stjórnvalda nokkuð á óvart. Tollvernd er mikilvæg stoð íslensks landbúnaðar en afnám tolla hefði ekki bara neikvæð áhrif á frumframleiðendur heldur einnig á þjónustu- og vinnslufyrirtæki og starfsfólk þeirra um land allt. Vænlegra væri því að beina sjónum sínum að styrkingu íslensks atvinnulífs fremur en að hvetja til athafna sem myndu færa verðmætasköpun úr landi og fækka atvinnumöguleikum hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Skattar og tollar Tengdar fréttir Havarti skal það sem sannara reynist Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. 9. ágúst 2024 12:31 Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00 Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ 8. ágúst 2024 19:00 Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Umræða um matvælaverð og myndun þess er stöðugt til umræðu í flestum ef ekki öllum samfélögum. Þegar þrengir að efnahagi heimila leitar fólk ýmissa leiða til að lækka framfærslukostnað og berst þá umræðan oft að tollum. Dæmi um slíkt er hvatning Viðskiptaráðs til íslenskra stjórnvalda um að afnema tolla á innfluttar matvörur, sem birtist á flestum fjölmiðlum í gær. Hér er ekki um nýjan málflutning að ræða en hugmyndir af þessum toga eru hins vegar afar varhugaverðar og oft illa ígrundaðar. Af hverju leggja allar þjóðir á tolla? Tollar sem lagðir eru á matvæli hérlendis, sem og í nær öllum öðrum löndum heims, gegna þeim tilgangi að jafna samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart sambærilegum innfluttum matvælum og þannig styðja við fæðuöryggi, fjölbreytt atvinnulíf og byggðafestu og standa við bakið á innlendu vinnuafli. Öll okkar helstu viðskipta- og nágrannalönd beita þessu sama stjórntæki til að vernda sína innanlandsframleiðslu, s.s. Evrópusambandið og Bandaríkin. Í fyrrnefndri tilkynningu Viðskiptaráðs segir m.a. að afnám tolla á matvöru feli í sér samfélagslegan ávinning í formi aukinnar samkeppni, hagkvæmni og verðmætasköpunar. Þessi staðhæfing er nokkuð sérstök í ljósi þess að mönnum greinir ekki á um að án tolla myndi íslensk landbúnaðarframleiðsla dragast saman og einhverjar greinar myndu hreinlega leggjast af. Verðmætasköpunin myndi flytjast úr landi. Ástæðan er sú að án tolla til að jafna stöðu innanlandsframleiðslu gagnvart innfluttum vörum væri ómögulegt fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir að keppa í verðum við sambærilegar erlendar landbúnaðarvörur. Framleiðslukostnaður hérlendis er hærri en víða annars staðar sökum m.a. hás launa- og vaxtastigs, smæð markaðarins, hás flutningskostnaðar og mun minni framleiðslueininga en þekkist víða erlendis. Því hefði það miklar afleiðingar fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt samfélag ef farið yrði í þá vegferð að gera hlutina með allt öðrum hætti hér en gert er alls staðar í kringum okkur. Samþjöppun á innanlandsframleiðslunni yrði líklega töluverð með tilheyrandi byggðaröskun í sveitum landsins. Þannig myndi afnám tolla bæði hafa neikvæð áhrif á sjálfbærni Íslands þegar kemur að fæðuöryggi sem og byggðafestu og atvinnulíf á landsbyggðinni. Tollvernd rýrnar með hverju árinu Tollar á matvæli virka í flestum tilvikum þannig að annars vegar er greiddur magntollur sem er krónutala á hvert kíló af viðkomandi vöru og hins vegar verðtollur sem er hlutfall af verðmæti vörunnar. Tollarnir hafa hins vegar tekið miklum breytingum í gegnum tíðina – og þá til lækkunar. Þar má nefna að árið 2007 gerði Ísland samning við ESB þar sem bæði magn- og verðtollar á kjöt og kjötafurðir lækkuðu um 40% frá því sem almennt gerist. Síðan þá hefur magntollurinn, þ.e. föst krónutala á hvert kíló, ekki tekið neinum breytingum. Því hefur verðgildi tollanna minnkað með hverju árinu vegna rýrnunar á verðgildi krónunnar. Lítið er rætt um þessa þróun þó hún bíti mjög fyrir íslenska matvælaframleiðslu. Innflutningur eykst ár frá ári á meðan innlend framleiðsla stendur í stað eða dregst saman. Þannig jókst innflutningur á kjöti um 17% milli áranna 2022 og 2023, þar af jókst innflutningur á nautakjöti um heil 48% og hefur aldrei verið meiri. Til viðbótar við þessa sjálfsprottnu þróun sem lítið er rædd hefur tollaumhverfið tekið gjörbreytingum á einungis nokkrum árum. Með samningi Íslands við ESB um viðskipti með landbúnaðarvörur frá 2015, sem kom til framkvæmda 2018, voru tollar felldir niður á flestum unnum matvælum s.s. súkkulaði, pítsum, pasta o.fl. Á sama tíma margfölduðust tollkvótar fyrir landbúnaðarvörur frá ESB, tollkvóti fyrir nautakjöt sjöfaldaðist, fyrir svínakjöt rúmlega þrefaldaðist og rúmlega fimmfaldaðist fyrir alifuglakjöt. Varð snemma ljóst að þessi samningur hallaði mjög á innlenda framleiðendur og árið 2020 boðaði þáverandi utanríkisráðherra endurskoðun á honum í ljósi þess. Hins vegar hefur lítið gerst í þeim málum fram til þessa. Efling íslensks atvinnulífs Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Viðskiptaráðs vinna samtökin af því að „efla íslenskt atvinnulíf og skapa þannig forsendur til framfara og bættra lífskjara“. Því kemur þessi hvatning samtakanna til íslenskra stjórnvalda nokkuð á óvart. Tollvernd er mikilvæg stoð íslensks landbúnaðar en afnám tolla hefði ekki bara neikvæð áhrif á frumframleiðendur heldur einnig á þjónustu- og vinnslufyrirtæki og starfsfólk þeirra um land allt. Vænlegra væri því að beina sjónum sínum að styrkingu íslensks atvinnulífs fremur en að hvetja til athafna sem myndu færa verðmætasköpun úr landi og fækka atvinnumöguleikum hérlendis. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Havarti skal það sem sannara reynist Viðskiptaráð Íslands birti í gær góða samantekt um áhrif innflutningstolla á matvælaverð. Niðurstöðurnar sýna vel hvað lækkun eða afnám tolla gæti haft jákvæð áhrif á verðlag á matvöru. 9. ágúst 2024 12:31
Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla Afnám tolla á innflutt matvæli myndi lækka verð á matvöru umtalsvert, eða allt að 43 prósent. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs á áhrifum tolla á verð nokkurra vinsælla vörutegunda. 8. ágúst 2024 07:00
Villutrú Viðskiptaráðs um tollamál og matvælaverð á Íslandi Mig rak í rogastans eins og efalaust marga fleiri við lestur greinar um tollamál og matvælaverð á Íslandi sem birtist á Vísi í dag 8/8 2024 undir yfirskriftinni: „Allt að 43 prósent lægra matvöruverð án tolla.“ 8. ágúst 2024 19:00
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun