Vann fyrstu verðlaunin fyrir flóttamannalið Ólympíuleikanna Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. ágúst 2024 14:00 Cindy Winner Djankeu Ngamba varð fyrst til að vinna verðlaun fyrir flóttamannaliðið. Tyler Miller/Sportsfile via Getty Images Hnefaleikakonan Cindy Ngamba vann bronsverðlaun og varð þar með fyrsti keppandi í flóttamannaliði Ólympíuleikanna til að vinna verðlaun. Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær. Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Flóttamannaliðið tekur þátt á Ólympíuleikunum í þriðja sinn í ár en það var sett á laggirnar fyrir leikana í Ríó 2016. Alls er flóttamannaliðið skipað 36 íþróttamönnum í tólf greinum sem koma frá 11 ríkjum. Til að vera gjaldgengur þarf að ná tilteknum árangri og njóta viðurkenndrar stöðu flóttamanns að mati Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna UNHCR. Flestir voru valdir úr hópi flótta- og íþróttamanna sem hafa notið skólastyrkja Alþjóða Ólympíunefndarinnar. The Refugee Olympic Team is incredibly proud of Cindy Ngamba, the first EOR athlete and the first-ever refugee medallist at the Olympics.This bronze medal is a victory #ForThe100Million displaced people worldwide. Today, we are speechless.Cindy did it. Refugees did it! 🫶… pic.twitter.com/Nu0ZriEu3J— Refugee Olympic Team (@RefugeesOlympic) August 8, 2024 Cindy Ngamba er fædd í Kamerún en hefur búið í Bretlandi frá 11 ára aldri. Hún lék lengi vel knattspyrnu þar til hún uppgötvaði hnefaleika. Hún er fyrsta konan sem keppir í þeirri grein fyrir hönd flóttamannaliðsins. Cindy Ngamba gat glaðst þrátt fyrir að hafa tapað bardaganum.Ben McShane/Sportsfile via Getty Images Cindy keppti í undanúrslitum í gær gegn Atheyna Bylon frá Panama og tapaði á skiptri dómaraákvörðun. Hún komst því ekki áfram í úrslit en þar sem ekki er keppt um þriðja sætið í hnefaleikum fær Cindy bronsverðlaun, líkt og Caitlin Parker frá Ástralíu, hinn keppandinn sem tapaði í undanúrslitum. „Ég vil nýta tækifærið og segja við flóttafólk um allan heim, þar með talið flóttafólk sem er ekki í íþróttum. Haldið áfram að leggja hart að ykkur, hafið trú á sjálfum ykkur og þið getið náð öllum markmiðum sem þið setijð ykkur,“ sagði Cindy eftir sigurinn í gær.
Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira