Evrópska rafhlaupahjólaleigan Bolt opnar á Íslandi í dag Lovísa Arnardóttir skrifar 9. ágúst 2024 08:28 Bolt byrjar með 800 hlaupahjól í Reykjavík. Mynd/Bolt Stærsta rafhlaupahjólaleiga Evrópu, Bolt, opnar á Íslandi í dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að til að byrja með verði 800 hlaupahjól í Reykjavík og að hægt sé að ferðast á þeim allt að 55 kílómetra í senn. Ekkert startgjald er til að leigja Bolt hlaupahjól og kostar mínútan 15 krónur eftir það. Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar. Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Í tilkynningu segir að viðskiptavinir fái einnig tilboð um dagpassa, vikupassa og mánaðarpassa. Sem dæmi kosti dagpassi 539 krónur og innihaldi klukkustund á hjólinu. Það er töluverður sparnaður en annars myndi klukkutíminn kosta 900 krónur. Til samanburðar er startgjald hjá Hopp 115 krónur og mínútugjaldið 39 krónur. Hjá Zolo Iceland er startgjaldið 110 krónur og mínútugjaldið 38 krónur. Í tilkynningu frá Bolt segir að fyrirtækið setji öryggi í forgang og að í appinu eigi að tryggja að hjólunum sé lagt vel. Auk þess séu ýmsar öryggisráðstafanir sem eigi að koma í veg fyrir gáleysislegan akstur. Hér má sjá hvernig hjólin dreifðust um borgina í morgun.Skjáskot/Bolt „Við trúum því að fólk eigi að hafa forgang fyrir bíla í borgum,“ segir Martin Tansøy, rekstrarstjóri hjá Bolt, í tilkynningunni, og að það séu margir kostir við það að ferðast á hlaupahjóli sem er rekið innan deilihagkerfið. Það sé umhverfisvænt, ódýrt og dragi úr því að fólk sé háð því að vera á bíl. 16 ára aldurstakmark Í tilkynningu kemur fram til að byrja að nota Bolt hjólin verði fólk að skrá sig inn á Bolt og ná í appið. Notendur verða að vera orðnir 16 ára gamlir. Hámarkshraði hjólanna er 25 kílómetrar á klukkustund, í brekku líka. Auk þess er hámarkshraði lækkaður í sex kílómetra á klukkustund á þeim svæðum þar sem lágur hámarskhraði er skylda. Þá segir í tilkynningu að nýir notendur séu hvattir til að byrja að nota hjólin í byrjendastillingu sem takmarkar hámarkshraða í 15 kílómetra á klukkustund. Bolt hlaupahjólin eru græn og er hámarkshraðinn 25 kílómetrar á klukkustund.Mynd/Bolt Til að koma í veg fyrir að prófin séu notuð af einstaklingum undir áhrifum áfengis eða vímuefna munu próf verða sett inn í appið auk þess sem kerfi verður innleitt sem á að koma í veg fyrir að margir séu á einu hjóli. Þá kemur fram að Bolt noti blöndu af gervigreind og GPS til að tryggja að hjólunum sé lagt vel og örugglega. Bolt er rekið í 600 borgum í Evrópu og Afríku. Viðskiptavinir fyrirtækisins eru um 200 milljónir. Fyrirtækið rekur víða einnig leigubílaþjónustu og matarsendingar.
Neytendur Rafhlaupahjól Verðlag Fjármál heimilisins Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira