„Það má alveg stríða pínulítið“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2024 13:47 Friðjón sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum“ borgarinnar. vísir/vilhelm Friðjón Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um góðlátlegt grín hafi verið að ræða, þegar hann sagðist vilja „alvöru úttekt“ á „alvöru úttektum borgarinnar“ í gær. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, sem kvaðst hafa óskað eftir alvöru úttekt á Brákarborgarmálinu. Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök. Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Friðjón var þar að vísa í viðtal við Einar, þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því að „alvöru úttekt“ verði gerð á málefnum Brákarborgar til að komast að því hvar ábyrgðin liggi. „Við hljótum því að gagnálykta að þetta sé nauðsynleg aðgreining frá öðrum úttektunum borgarinnar sem voru ekki „alvöru,“ sagði Friðjón svo í gær. Leikskólinn opnaði árið 2022 í húsnæði við Kleppsveg þar sem Adam og Eva höfðu áður verið til húsa. Skólinn fékk hönnunarverðlaunin Grænu skófluna sem fór fyrir brjóstið á einhverjum þar sem skólinn var enn ekki tilbúinn. Seinna komu mistök sem gerð höfðu verið við byggingu hússins í ljós. „Það má alveg stríða pínulítið“ „Jújú þetta er góðlátlegt grín, það liggur í orðunum að ef menn ætla í alvöru úttekt, þá fari menn stundum ekki í alvöru úttektir. Það má alveg stríða pínulítið,“ segir Friðjón, sem var í Bítinu í morgun. „Rétt eins og fyrir tveimur árum síðan þegar að Dagur og Einar ætluðu bara að ráða í nauðsynleg störf, var hægt að gagnálykta að þeir hefðu verið að ráða í ónauðsynleg störf þangað til,“ segir Friðjón. Væri minna mál ef það væri ekki allt í veseni Friðjón segir að Brákarborgarmálið væri miklu minna mál ef það væri ekki „allt í veseni þarna.“ „Ef við værum með önnur leikskólamál í lagi, ef við værum með önnur skólamál í lagi, ef við værum með viðhaldsmál í borginni í lagi, þá myndi maður kannski sleppa því að stríða,“ segir Friðjón. Hann nefnir stúkuna í Laugardalslauginni sem dæmi. Í vor hafi komið í ljós að stúkan væri ónýt þannig að ekki væri hægt að gera við hana. Friðjón segir þetta vera vegna þess að viðhaldi hafi ekki verið sinnt í „þrjátíu og eitthvað ár, fjörutíu ár.“ Búinn að heyra um áætlanir og plön í mörg ár án þess að eitthvað gerist „Nú er Einar búinn að gera úttekt á viðhaldsþörf og þessari viðhaldsskuld, og ætlar að gera eitthvað plan til þess að ráðast í framkvæmdir og nauðsynlegt viðhald, og talað um að það taki sjö til átta ár að vinna úr þessari viðhaldsskuld,“ segir spyrjandi. Friðjón svarar því þannig að hann hafi verið í borgarstjórn í tvö ár, og hann viti ekki hversu oft hann hefur heyrt þessar setningar. „Við erum búin að gera áætlun um þetta, við erum búin að gera plan um þetta og svo framvegis. En það gerist svo lítið fyrir utan áætlanir og því miður lagast húsin ekki eða byggingarnar af áætlunum,“ segir Friðjón. Hann segir einnig að það verði að trúa því að fólkið í borginni sé að vinna af heilindum, þó þau geri mistök.
Skóla- og menntamál Leikskólar Borgarstjórn Bítið Mistök við byggingu Brákarborgar Tengdar fréttir Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Sjá meira
Færa börnin eftir að skemmdir í leikskólanum komu í ljós Reiknað álag frá ásteypulagi og torfi á þaki leikskólans Brákarborgar var meira en tilgreint var á teikningum. Sprungur voru byrjaðar að myndast í veggjum og dyrakarmar teknir að skekkjast áður en mistökin uppgötvuðust. Næstu mánuði verða framkvæmdir í húsnæðinu og starfsemi leikskólans flutt í húsnæði í Ármúla. 24. júlí 2024 17:13