„Við mætum þessu með því að stækka fánann“ Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 8. ágúst 2024 10:56 Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir að fáninn verði stækkaður í dag. Vísir/Vésteinn Bæjarráð í Hveragerði ákvað á fundi sínum í morgun að stækka regnbogafánann eftir að unnin voru á honum skemmdarverk í nótt. Starfsfólk bæjarins hefur vinnu við stækkuna í dag. Lögreglu hefur verið tilkynnt um skemmdarverkin. Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“ Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Pétur G. Markan bæjarstjóri í Hveragerði segir aðkomuna að regnbogafánanum í Skólamörk í Hveragerði í morgun hafa verið ömurlega. Fáninn var málaður á götuna í gær í tilefni af Hinsegin dögum sem nú standa yfir. Skemmdarverk voru unnin á fánanum í nótt og hatursorðræða rituð á hann. Klippa: Pétur G. Markan um aðkomuna að regnbogafánanum „Þetta eru vonbrigði. Við vorum hérna í gær að mála. Ungviði og eldri,“ segir Pétur og að það hafi verið mikil vonbrigði að koma svo að fánanum eins og hann var í morgun. Á sama tíma væri þessi hatursorðræða góð áminning um að grundvallarþættir í samfélagi eins og frelsi, virðing og mannréttindi séu ekki sjálfgefin eða sjálfsögð réttindi. Það þurfi að viðhalda baráttunni. Bæjarstjórinn segir að fáninn verði gerður enn skærari.Vísir/Vésteinn Hann segir þennan hatursáróður stinga í stúfa við það sem Hvergerðingar standi fyrir. Samfélagið sé hlýtt og opið og þau vilji standa fyrir því. „Við mætum þessu með því að mála yfir þessi skilaboð, við mætum þessu með því að stækka fánann og mætum þessu með því að gefa þessum aðilum blóm og tökum þá með í faðminn.“ Í tilefni af Hinsegin dögum (e. Pride) var Pride fáninn málaðurá götuna í Skólamörk, sem gengur stundum undir nafninu Regnbogagatan.Vísir/Vésteinn Pétur segir þetta augljóslega hatursorðræðu og brugðist sé við því með viðeigandi hætti. Lögreglan hafi þegar tekið þetta út en að fyrst og fremst vilji þau mæta þessu með kærleika og alls ekki þagga málið niður. Því hafi hann viljað til dæmis vekja athygli á þessum skemmdarverkum áður en það yrði málað yfir þau. „Þetta er ekki eðlilegt og við þurfum að tala út þetta óyndi í samfélaginu til þess að eyða því.“ Brot af því sem var skrifað á regnbogafánann.vísir/vésteinn Til rannsóknar hjá lögreglu Hann segir ekki vitað hver var að verki og það sé verkefni annarra að komast að því. Verkefna bæjaryfirvalda sé að taka utan um verkefnið og eyða út hatrinu. Hann segir að umræðan verði tekin upp meðal fullorðinna og barna. Hatrinu sé aðeins úthýst með því að ávarpa það. „Okkar svar er alltaf opnara samfélag og meiri kærleikur. Meiri mannréttindi og meiri uppfræðsla. Út með hatrið og kærleikann um allt.“
Hveragerði Hinsegin Tengdar fréttir Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04 Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Sjá meira
Regnbogafáninn í Hveragerði útbíaður hatursorðræðu Hvergerðingar komu saman í gær til að mála regnbogafánann á svokallaða Regnbogagötu en ljót sjón blasti við í morgun þar sem búið var að útbía fánann hatursorðræðu. 8. ágúst 2024 09:04
Varanlegur regnbogafáni við Barónstíg Hinsegin dagar voru formlega settir í hádeginu þegar hinsegin fáninn var málaður fyrir framan Hinsegin félagsmiðstöð S’78 og Tjarnarinnar við Barónsstíg. Borgarstjóri tók lagði hönd á plóg. 6. ágúst 2024 15:13