Þúsundir gagn-mótmælenda kæfðu boðaðar óeirðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. ágúst 2024 06:40 Þúsundir söfnuðust saman til að mótmæla hatri gegn flóttafólki og innflytjendum. AP/PA Þúsundir Breta söfnuðust saman í borgum víða um Bretland í gær og tóku höndum saman til að vernda miðstöðvar fyrir flóttamenn og aðra staði þar sem óttast var að óeirðarseggir myndu koma saman. Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum. Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Um það bil 6.000 lögreglumenn þjálfaðir í að taka á óeirðum voru í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla gegn flóttafólki og öðrum innflytjendum en búið var að bera kennsl á um það bil 40 staði sem voru taldir í sérstakri hættu eftir bollaleggingar óeirðarseggja á samfélagsmiðlum. Lítið varð hins vegar úr mótmælum þeirra sem hugðust ganga gegn flóttafólki og innflytjendum, þar sem gríðarlegur fjöldi gagn-mótmælenda safnaðist saman við umrædda staði og lýsti yfir stuðningi við fyrrnefnda hópa. „Flóttafólk velkomið“, „Rasistana burt“ og „Ömmur gegn Nasistum“ stóð meðal annars á baráttuspjöldum gagn-mótmælenda í Lundúnum, Liverpool, Birmingham, Brighton og Bristol. Í Liverpool mynduðu gagn-mótmælendur vegg fyrir utan kirkju sem var meðal fyrirhugaðra skotmarka, þar sem flóttafólk getur sótt ráðgjöf. Til stympinga kom í Aldershot í Hampshire og í Blackpool en lögregla greip inn í. Þá voru fimmtán handteknir í höfuðborginni en samkvæmt lögreglu var um að ræða einstaklinga sem virtust ekki hafa nein skilaboð að færa heldur voru aðeins að nýta tækifærið til að sýna and-félagslega hegðun. Stjórnvöld hafa gripið til afdráttarlausra aðgerða til að mæta mótmælaöldunni sem reis á dögunum eftir árás á danstíma fyrir börn í Southport í síðustu viku. Þrjár stúlkur á aldrinum 6 til 9 ára létu lífið og fleiri eru enn á sjúkrahúsi. Yfirvöld gera ráð fyrir fleiri mótmælum um helgina, sem mögulega gætu orðið að óeirðum.
Bretland Flóttamenn Hnífaárás í Southport England Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“