„Það er greinilega bara eitthvað djók að nauðga“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. ágúst 2024 12:20 Guðný segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. Hún segir ótrúlegt að heyra ennþá svona brandara árið 2024. Vísir Guðný S. Bjarnadóttir, stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola, segir nauðgunarbrandara Patriks Atlasonar skýrt merki um að við eigum enn langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. Hún segir mikilvægt að huga að því sem maður segir, og ekki ýta undir nauðgunarmenningu. Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Ummæli sem Patrik Atlason lét falla í útvarpsþætti í síðustu viku, þar sem hann spurði hlustanda hvort hann hyggðist taka með sér botnlaust tjald á Þjóðhátíð, hafa vakið talsvert umtal. Brandarinn vakti ekki mikla lukku til dæmis hjá hópi fólk sem lét sig málið varða á Facebook síðunni Baráttuhópur gegn ofbeldismenningu. Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum? Guðný gerði brandarann að umtalsefni í aðsendri grein á Vísi sem birtist í dag. Hún segir þar frá franskri vinkonu sinni sem spurði hana einu sinni út í Þjóðhátíð. „Hvað er málið með þessa hátíð í Eyjum þar sem konum er nauðgað og fólk talar um þetta sem eðlilegan hlut? Ég hef heyrt þetta kallað nauðgunarhátíð!“ spurði franska vinkonan. Guðný kveðst skilja frönsku vinkonuna vel. Samtalið hafi átt sér stað árið 2018, árið sem hlutfallslega langflestar nauðganir voru tilkynntar í Vestmannaeyjum. Ekkert kynferðisbrot hefur verið tilkynnt á nýafstaðini Þjóðhátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki? Guðný segir brandarann skýrt merki um að enn sé langt í land með að uppræta nauðgunarmenningu og kynferðisofbeldi. „Það að fyrirmynd ungra krakka spyr hlustanda í útvarpsþætti sínum á FM957 hvort hann ætli að mæta á Þjóðhátíð í Eyjum með botnlaust tjald segir allt sem segja þarf um hvert hugur hans leitar þegar hann hugsar um þessa hátíð. En þetta var náttúrulega bara grín, er það ekki?“ Guðný segir mikilvægt að huga að því hvað maður segir, ekki ýta undir nauðgunarmenningu og beinlínis gera grín úr aðferð sem hefur verið notuð til að nauðga fólki á Þjóðhátíð. „Fyrir þau sem þekkja afleiðingar þess konar ofbeldis er sárt og óhugnanlegt að heyra talað um það í léttu rúmi,“ segir Guðný. Kerfið bregðist þolendum ítrekað „Við verðum að horfast í augun við raunveruleikann; kynbundið ofbeldi er vandamál karla,“ segir Guðný. Tilkynningar hrúgist inn í kerfið sem síðan dregur gerendur ekki til ábyrgðar. Kerfið bregðist þolendum ofbeldis ítrekað „með lélegum rannsóknarháttum og nær ótakmarkaðri heimild til að fella mál niður þrátt fyrir sterk sönnunargögn,“ segir hún. „Nú sitjum við hér, árið 2024, með mann sem þúsundir hlusta á, spyrja hlustanda einfaldlega í beinni útsendingu: „Ætlar þú að mæta á Þjóðhátíð með botnlaust tjald?“ - eins og það sé jafn eðlilegt og að spyrja hvort viðkomandi ætli að taka með sér regnjakka til Eyja,“ segir Guðný, og segir greinilegt að það sé bara eitthvað djók að nauðga. Nauðgunargrín aldrei viðeigandi „Ef ég má orða það þannig fannst mér bara ótrúlegt að vera heyra þetta árið 2024,“ segir Guðný í samtali við fréttastofu. Hún segir að ummælin séu ógeðfelld, og finnst ámælisvert að manneskja í þessari stöðu geti sagt svona hlut án þess að tekið sé á því, að því er virðist. „Það væri líka bara ágætt ef Patrik myndi stíga fram og bera ábyrgð á sínum orðum,“ segir hún. Hún segir nauðgunargrín aldrei viðeigandi. „Það viðheldur nauðgunarmenningu sem við erum að reyna uppræta. Ef maður ætlar bara að líta á þetta sem djók, erum við bara ekki að taka þessu nógu alvarlega.“ „Orðum fylgir ábyrgð,“ segir hún að lokum. Ekki hefur náðst í Patrik vegna málsins.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Vestmannaeyjar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent