Íslenski boltinn

Dagur Örn Fjeldsted lánaður frá Breiðabliki til HK

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dagur Örn er ungur og efnilegur kantmaður.
Dagur Örn er ungur og efnilegur kantmaður. instagram / @hkfotbolti

Dagur Örn Fjeldsted hefur skrifað undir lánssamning við knattspyrnudeild HK og leikur með liðinu í Bestu deildinni út tímabilið.

Hann er fæddur árið 2005, þykir afar efnilegur og kemur frá Breiðabliki þar sem hann er uppalinn. Á síðasta tímabili var hann lánaður til Grindavíkur og steig þar sín fyrstu skref í meistaraflokksfótbolta en sneri aftur til Breiðabliks þegar sumarglugginn lokaði.

Dagur var í fyrsta sinn í byrjunarliði Breiðabliks gegn Víkingi í fyrra, þegar Blikar mættu í rútu rétt fyrir leik.Vísir / Hulda Margrét

Tækifærin þar hafa verið af skornum skammti með sterkan leikmannahóp. Dagur hefur því fært sig til hins félagsins í Kópavogi í leit að meiri spiltíma.

Hann hefur komið við sögu í 11 leikjum í efstu deild með Breiðablik og skorað eitt mark. Þar að auki hefur hann leikið með u19 og u20 ára landsliðum Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×