Hörður Torfason biður Samtökin 78 afsökunar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 16:48 Hörður Torfason er söngvaskáld og brautryðjandi í réttindabaráttu samkynhneigðra. Vísir/GVA Hörður Torfason hefur beðið Auði Magndísi Auðardóttur og fyrrverandi stjórn Samtakanna 78 undir stjórn Hilmars Hildar Magnúsar afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við DV árið 2018. Í viðtalinu talaði hann um að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. Árið 2016 fengu BDSM-samtök Íslands aðild að Samtökunum 78, hagsmunafélagi hinsegin fólks á Íslandi, en aðildarumsóknin var mikið hitamál og nokkur hópur fólks sagði sig úr samtökunum þegar hún var samþykkt. Hörður Torfason var stofnandi Samtakanna 78 á sínum tíma og var mjög virkur í starfi þeirra til ársins 1993. Hann var einn þeirra sem var mótfallinn aðild BDSM samtakanna. Í viðtali við DV árið 2018, sagði hann að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. „Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé,“ sagði Hörður í viðtalinu. „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“ Hörður baðst svo afsökunar á ummælunum á Facebook í dag. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ segir Hörður. Honum þykir miður að orð hans hafi verið notuð til að vinna gegn umræddu fólki og Samtökunum 78. Hinsegin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Árið 2016 fengu BDSM-samtök Íslands aðild að Samtökunum 78, hagsmunafélagi hinsegin fólks á Íslandi, en aðildarumsóknin var mikið hitamál og nokkur hópur fólks sagði sig úr samtökunum þegar hún var samþykkt. Hörður Torfason var stofnandi Samtakanna 78 á sínum tíma og var mjög virkur í starfi þeirra til ársins 1993. Hann var einn þeirra sem var mótfallinn aðild BDSM samtakanna. Í viðtali við DV árið 2018, sagði hann að Samtökin hefðu sætt yfirtöku og verið rænt af hópi BDSM fólks. „Það hafa orðið miklar sviptingar og þetta eru ekki þau samtök sem ég stofnaði árið 1978. Við vorum félagsskapur og fjölskylda en seinna varð þarna yfirtaka og upprunalegu gildunum ýtt út. Í dag eru samtökin mér mjög framandi og það þarf að skoða alvarlega hvað er að gerast þarna því þetta er rekið með opinberu fé,“ sagði Hörður í viðtalinu. „Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér“ Hörður baðst svo afsökunar á ummælunum á Facebook í dag. „Ég á mér engar málsbætur og ætla ekki að vera að teygja lopann. Ég hafði einfaldlega rangt fyrir mér og byggði á upplýsingum sem ég hafði átt að kanna betur,“ segir Hörður. Honum þykir miður að orð hans hafi verið notuð til að vinna gegn umræddu fólki og Samtökunum 78.
Hinsegin Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira