Harris velur ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 13:05 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, árið 2022. AP/Abbie Parr Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, verður varaforsetaefni Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, fyrir bandarísku forsetakosningarnar í haust. Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira
Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Erlent Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Erlent Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Fleiri fréttir Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Sjá meira