Harris velur ríkisstjóra Minnesota sem varaforsetaefni Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2024 13:05 Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, árið 2022. AP/Abbie Parr Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, verður varaforsetaefni Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, fyrir bandarísku forsetakosningarnar í haust. Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira
Harris kynnti varaforsetaefni sitt í dag og saman ætla þau að koma fram á kosningafundi í Fíladelfíu í Pennsylvaníu. Josh Shapiro, ríkisstjóri þess ríkis, hafði einnig ítrekað verið nefndur sem mögulegt varaforsetaefni Harris. Hún tilkynnti endanlegt val sitt á samfélagsmiðlum á þriðja tímanum en áður höfðu bandarískir miðlar greint frá niðurstöðunni. I am proud to announce that I've asked @Tim_Walz to be my running mate.As a governor, a coach, a teacher, and a veteran, he's delivered for working families like his.It's great to have him on the team.Now let’s get to work. Join us:https://t.co/W4AE2WlMTj— Kamala Harris (@KamalaHarris) August 6, 2024 Walz er sextugur fyrrverandi liðsforingi úr Bandaríkjaher og framhaldsskólakennari. Hann hefur verið ríkisstjóri Minnesota frá 2019 en er upprunalega frá Nebraska. Walz sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir demókrata frá 2007 þar til hann varð ríkisstjóri. Sæti sitt á þingi vann hann af repúblikana sem hafði setið í sex kjörtímabil samfleytt. Ríkisstjórinn hefur vakið töluverða athygli í fjölmiðlum að undanförnu. Meðal annars er honum eignað að hafa byrjað að kalla Donald Trump og J.D. Vance, frambjóðendur Repúblikanaflokksins, „skrýtna“. Fulltrúar demókrata hafa fylgt á eftir og lýst skoðunum og hátterni repúblikana sem skrýtnum við hvert tækifæri sem gefst. Nýja varaforsetaefnið studdi Joe Biden þrátt fyrir það sem þótti afleit frammistaða hans í sjónvarpskappræðum í sumar. Walz lýsti yfir stuðningi við Harris daginn eftir að Biden ákvað að stíga til hliðar sem frambjóðandi demókrata. Með valinu er Harris sögð reyna að styrkja stöðu sína í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna sem skipta sköpum í forsetakosningunum. Walz, sem er sagður geta náð til hvítra kjósenda í dreifðari byggðum, hefur sem ríkisstjóri meðal annars lögfest rétt til þungunarrofs eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna afnam hann og komið í gegn ýmis konar aðstoð við barnafólk. Walz er lítt þekktur á landsvísu. Samkvæmt Washington Post sögðust sjö af hverjum tíu skráðum kjósendum ekki vissir um hvort þeir hefðu heyrt hans getið eða að þeir hefðu aldrei heyrt um hann í könnun sem var gerð í þessum mánuði. Sex af hverjum tíu demókrötum þekktu heldur ekki til hans. Af þeim sem sögðust þekkja nægilega til Walz til þess að mynda sér skoðun á honum höfðu sautján prósent skráðra kjósenda jákvæða afstöðu til hans en tólf prósent neikvæða. View this post on Instagram A post shared by Kamala Harris (@kamalaharris) Fréttin hefur verið uppfærð í kjölfar tilkynningar frá framboði Harris.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Fleiri fréttir Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Sjá meira