Leikurinn átti að vera í Kórnum á miðvikudagskvöldið en hefur verið færður fram á fimmtudagskvöldið. Verið er að leggja nýtt gervigras í Kórnum og það verður ekki klárt fyrr en á fimmtudaginn.
Einu stigi munar á KR og HK fyrir leikinn á fimmtudaginn. KR-ingar eru í 9. sæti deildarinnar með fimmtán stig en HK-ingar með fjórtán stig í 10. sætinu.
Sautjánda umferð Bestu deildarinnar hefst í kvöld með leik FH og Víkings í Kaplakrika klukkan 19:15 í kvöld.
Annað kvöld mætast KA og Valur, Fram og Stjarnan og Breiðablik og Fylkir. Á miðvikudagskvöldið tekur Vestri svo á móti ÍA.
Sautjánda umferð Bestu deildar karla
- Mánudagur 5. ágúst, kl. 19:15: FH - Víkingur (Stöð 2 Sport)
- Þriðjudagur 6. ágúst, kl. 19:15: Breiðablik - Fylkir (Stöð 2 Sport)
- Þriðjudagur 6. ágúst, kl. 19:15: KA - Valur (Stöð 2 Sport 5)
- Þriðjudagur 6. ágúst, kl. 19:15: Fram - Stjarnan (Besta deildin 1)
- Miðvikudagur 7. ágúst, kl. 18:00: Vestri - ÍA (Stöð 2 Sport)
- Fimmtudagur 8. ágúst, kl. 19:15: HK - KR (Stöð 2 Sport)