Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. ágúst 2024 14:44 Mikill fjöldi fólks er á Einni með öllu á Akureyri um verslunarmannahelgina. Hilmar Friðjónsson Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. Í gær var heilmikil dagskrá á Ráðhústorginu, sem ekki var í fyrra og hittiðfyrra. „Við ákváðum að breyta aðeins til og byrja með það aftur og það var sett upp lítið svið og það var mörg þúsund manns. Ég hef sjaldan séð jafn mikinn fjölda hérna í bænum,“ segir Davíð. Dagskráin hélt áfram langt fram eftir kvöldi í gær og ekki minna um að vera í dag. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir frá Akureyri um helgina. Klippa: Stemning á Einni með öllu „Aðal dæmið okkar í dag er kannski Kjarnaskógur, það er skógardagurinn. Þarna er rosalega margt í gangi fyrir alla fjölskylduna. Þetta gæti ekki orðið meira fjölskyldu eins og Kjarnaskógsdagurinn er,“ segir Davíð Þá nær hátíðin hápunkti á Sparitónleikum Einnar með öllu á Leikhúsflötinni í kvöld þar sem fram koma Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Kristmundur Axel, Birna Karen, Stjórnin, Páll Óskar, Saint Pete, Drottningar og hljómsveitin 7.9.13. „Miðað við stöðuna hérna núna þá getur veðrið ekkert versnað. Það getur bara ekki gert það, það er bannað,“ segir Davíð, sem er bjartsýnn á áframhaldandi gleði og glaum á Akureyri. „Sólin á heima á Akureyri.“ Akureyri Tónlist Mest lesið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez Lífið Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar Lífið Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Menning Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Tónlist Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Ljúffengar vöfflur í nestisboxið Lífið Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Fleiri fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar Ljúffengar vöfflur í nestisboxið Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Klippt út af myndinni Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Gáfu dótturinni þrjú nöfn Stjörnulífið: Brúðkaupsafmæli á hlaupum og lokatónleikar Laufeyjar Var Díana prinsessa myrt? Ráðgjafi Bandaríkjaforseta í Hörpu Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu Tito Jackson er látinn „Hefur þú heyrt söguna af því þegar þú komst í heiminn?“ Ratleikur sem endaði með óvæntu brúðkaupi Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Sex heilnæm heilsuráð inn í haustið Krakkatía vikunnar: Litir, ljón og sjón Ástin blómstrar hjá Erpi og nýju kærustunni á Ítalíu „Höldum áfram þangað til við erum dauðir“ Umdeild stytta af drottningu sögð líkjast grínkarakter Biskupsbústaðurinn seldur Stjarnan Villi vekur athygli Ítala „Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“ Matarboð hins fullkomna gestgjafa Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Sjá meira
Í gær var heilmikil dagskrá á Ráðhústorginu, sem ekki var í fyrra og hittiðfyrra. „Við ákváðum að breyta aðeins til og byrja með það aftur og það var sett upp lítið svið og það var mörg þúsund manns. Ég hef sjaldan séð jafn mikinn fjölda hérna í bænum,“ segir Davíð. Dagskráin hélt áfram langt fram eftir kvöldi í gær og ekki minna um að vera í dag. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá svipmyndir frá Akureyri um helgina. Klippa: Stemning á Einni með öllu „Aðal dæmið okkar í dag er kannski Kjarnaskógur, það er skógardagurinn. Þarna er rosalega margt í gangi fyrir alla fjölskylduna. Þetta gæti ekki orðið meira fjölskyldu eins og Kjarnaskógsdagurinn er,“ segir Davíð Þá nær hátíðin hápunkti á Sparitónleikum Einnar með öllu á Leikhúsflötinni í kvöld þar sem fram koma Herra Hnetusmjör, Prettyboitjokko, Kristmundur Axel, Birna Karen, Stjórnin, Páll Óskar, Saint Pete, Drottningar og hljómsveitin 7.9.13. „Miðað við stöðuna hérna núna þá getur veðrið ekkert versnað. Það getur bara ekki gert það, það er bannað,“ segir Davíð, sem er bjartsýnn á áframhaldandi gleði og glaum á Akureyri. „Sólin á heima á Akureyri.“
Akureyri Tónlist Mest lesið Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Lífið Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez Lífið Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar Lífið Baráttan innra með manni eins og ljós og skuggar Menning Sigga Ózk verður Ariana Grande og flytur til Noregs Tónlist Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Lífið Ljúffengar vöfflur í nestisboxið Lífið Gáfu dótturinni þrjú nöfn Lífið Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Lífið Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Lífið Fleiri fréttir Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Fagurt einbýli í hjarta Vesturbæjar Ljúffengar vöfflur í nestisboxið Réði ekki við sig þegar hann hitti Lopez Ekki viss um að mamma hans hefði kosið hann Leyfir börnunum að sofa uppi í rúmi Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi Skelltu sér úr háloftunum niður í Hörpu Klippt út af myndinni Ein litríkasta íbúð landsins til sölu Gæsun Maríu Thelmu tók óvænta U-beygju Gáfu dótturinni þrjú nöfn Stjörnulífið: Brúðkaupsafmæli á hlaupum og lokatónleikar Laufeyjar Var Díana prinsessa myrt? Ráðgjafi Bandaríkjaforseta í Hörpu Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu Tito Jackson er látinn „Hefur þú heyrt söguna af því þegar þú komst í heiminn?“ Ratleikur sem endaði með óvæntu brúðkaupi Ljósmyndaþáttur Ragnars Axelssonar: „Fjöllin hafa vakað lengur en í þúsund ár“ Sex heilnæm heilsuráð inn í haustið Krakkatía vikunnar: Litir, ljón og sjón Ástin blómstrar hjá Erpi og nýju kærustunni á Ítalíu „Höldum áfram þangað til við erum dauðir“ Umdeild stytta af drottningu sögð líkjast grínkarakter Biskupsbústaðurinn seldur Stjarnan Villi vekur athygli Ítala „Ég gerði mér grein fyrir því að ekkert yrði aftur eins og það var“ Matarboð hins fullkomna gestgjafa Reif sig upp frá Mogganum eftir fjörutíu ár Sjá meira