Hvetja vestræna borgara til að koma sér frá Líbanon Kjartan Kjartansson skrifar 4. ágúst 2024 07:45 Árásir Ísraela á Gasa héldu áfram í nótt. Fjórir féllu þegar Ísraelar vörpuðu sprengjum á tjaldbúðir í Deir al Balah. Þá stakk Palestínumaður tvo eldri borgara til bana í árás í Tel Aviv. AP/Abdel Kareem Hana Bandarísk og fleiri vestræn stjórnvöld hafa gefið út viðvaranir til ríkisborgara sinna um að koma sér hið snarasta frá Líbanon af ótta við að stríðsátök fyrir botni Miðjarðarhafs dreifist út. Spenna á milli Ísraels annars vegar og Íran og Líbanon hins vegar stigmagnast. Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra. Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent „Við berum ekki þeirra sorg“ Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Handtóku konu á Sæbraut Innlent Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Innlent Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Innlent „Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Innlent Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Innlent Fleiri fréttir Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Lofar að svara árásum Húta af hörku Vill ekki ræða verðmiðann Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Sjá meira
Stjórnvöld í Teheran hafa hótað grimmilegum hefndum eftir að Ismail Haniyeh, einn leiðtoga Hamas, var felldur þar á miðvikudag. Ísraelar hafa ekki gengist við drápinu en Íranir kenna þeim um það. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrr felldu Ísraelar Fuad Shukr, einn leiðtoga líbönsku Hezbollah-sveitanna í Beirút. Breska ríkisútvarpið BBC segir að líklegt sé talið að Hezbollah, sem er stutt af Írönum, gæti leikið lykilhlutverk í hefndaraðgerðunum sem aftur gæti kallað á harkaleg viðbrögð Ísraela. Vígamenn Hezbollah skutu eldflaugum á bæ í norðanverðu Ísrael í nótt en svo virðist sem að loftvarnarkerfi Ísraela hafi stöðvað þær. Senda liðsauka til svæðisins Nú vilja ýmis vestræn ríki að borgarar þeirra hafi sig á brott frá Líbanon áður en allt fer í bál og brand. Auk Bandaríkjastjórnar hafa stjórnvöld í Svíþjóð, Frakklandi, Kanada og Jórdaníu hvatt borgarar sína til að yfirgefa landið. Í viðvörun Bandaríkjastjórnar segir að þeir sem fari ekki frá Líbanon ættu að gera ráðstafanir til þess að halda kyrru fyrir um hríð. David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, varar við því að ástandið á svæðinu gæti versnað hratt. Bretar ætla að senda liðsaauka til þess að hjálpa til við brottflutning fólks frá Líbanon en stjórnvöld hvetja borgara sína til þess að koma sér burt á meðan áætlunarflugferðir eru enn í boði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið greindi frá því í síðustu viku að það ætlaði að senda fleiri herskip og orrustuþotur til þess að hjálpa til við að verja Ísrael fyrir árásum Írana og bandamanna þeirra.
Líbanon Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59 Mest lesið Viðurkennir að hafa ekki haft heimild til að stíga inn Innlent Leita að Illes Benedek Incze í leiðindaveðri í Vík Innlent Bjóst ekki við því að þurfa á svartri vinnu að halda í ellinni Innlent „Við berum ekki þeirra sorg“ Innlent Litið til hæðarmunar og eiginkonan fyrrverandi sýknuð Innlent Handtóku konu á Sæbraut Innlent Faðirinn hafi beint lögreglu að stúlkunni Innlent Sárnar að sex ára syni sé lýst sem óðum ofbeldismanni Innlent „Eftir þetta þá ber ég nákvæmlega ekki neitt traust til lögreglunnar“ Innlent Ekki séð eiginkonuna síðan tveimur vikum eftir giftingu Innlent Fleiri fréttir Herforingi kallar eftir innrás í Líbanon Lamdi mótframbjóðanda með stól í kappræðum Dæmdur fyrir barnaníðsefni en sleppur við fangelsi Lifa enn í vellystingum á rívíerunni þrátt fyrir refsiaðgerðir Litlar breytingar á fylgi eftir kappræðurnar Dæmdur fyrir stuttermabol á grundvelli þjóðaröryggis Þriggja mánaða úrkoma á þremur dögum í mannskæðum flóðum Grunaður tilræðismaður vildi berjast og deyja í Úkraínu Vaktin: Rannsakað sem banatilræði gegn Trump Hafna því að CIA hafi reynt að ráða Maduro af dögum Lofar að svara árásum Húta af hörku Vill ekki ræða verðmiðann Tilkynnti of seint um fatastyrki til konunnar sinnar Neyðarástand vegna flóða í Mið- og Austur- Evrópu Fundu um 40 kíló af kókaíni í bananasendingu Búa sig undir aftakaúrkomu og flóð í Mið-Evrópu Hét því að vísa haítískum innflytjendum til Venesúela Saka rússneskan ríkisfjölmiðil um að vera arm leyniþjónustunnar Hafa áhyggjur af samsæringi sem fylgir Trump Hlutu IG Nóbelinn fyrir rannsóknir á öndun gegnum endaþarminn Kim kallar eftir meira úrani í kjarnorkuvopn Ísraelar gerðu áhlaup á leynilega vopnaverksmiðju í Sýrlandi Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Tveir handteknir vegna þjófnaðar á „Stúlka með blöðru“ Pia Kjærsgaard hættir í pólitík Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Þriðjungur íbúa á Spáni kominn með nóg af ferðamönnum Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar hefja gagnsókn í Kúrsk Þúsundir starfsmanna Boeing hafna 25 prósent launahækkun Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Sjá meira
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2. ágúst 2024 06:59