Sport

Senur á Sankti Lúsíu: Gull­verð­laun til tveggja lítilla eyja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julien Alfred frá Sankti Lúsíu og Thea LaFond frá Dóminíku urðu báðar Ólympíumeistrarar í kvöld.
Julien Alfred frá Sankti Lúsíu og Thea LaFond frá Dóminíku urðu báðar Ólympíumeistrarar í kvöld. Getty/ Patrick Smith

Smáríkin Sankti Lúsía og Dóminíka eignuðust í kvöld sinn fyrsta Ólympíumeistara frá upphafi.

Hin 23 ára gamla Julien Alfred frá Sankti Lúsíu kom þá langfyrst í mark í 100 metra hlaupi kvenna og hin þrítuga Thea LaFond frá Dóminíku vann þrístökkið.

Alfred vann 100 metra hlaupið á 10,72 sekúndum sem er nýtt landsmet. Alfred hafði hlaupið hraðast áður á 10,78 sekúndum.

Í næstu sætum á eftir voru hinar bandarísku Sha'Carri Richardson og Melissa Jefferson.

Sankti Lúsía eldfjallaeyja í Litlu-Antillaeyjaklasanum rétt norður af Suður-Ameríku. Þar búa um 180 þúsund manns.

Það voru senur á eyjunni í kvöld eins og sjá má hér fyrir neðan þar sem íbúar höfuðborgarinnar Castries voru komnir saman til að fylgjast með úrslitahlaupinu hjá sinni konu.

Sankti Lúsía var ekki eina litla eyjan sem eignaðist Ólympíumeistara í frjálsíþróttakeppninni í kvöld því Thea LaFond frá Dóminíku varð Ólympíumeistari í þrístökki þegar hún stökk 15,02 metra. Það er nýtt landsmet. 

Shanieka Ricketts frá Jamaíku og Jasmine Moore frá Bandaríkjunum fengu silfur og brons.

Þetta er líka fyrstu verðlaun Dóminíku en hún líka hluti Litlu-Antillaeyjum, mitt á milli tveggja franskra yfirráðasvæða; Guadeloupe í norðri og Martinique í suðri. Aðeins um 72 þúsund búa á eyjunni og er Dóminíka því enn smærra ríki en Sankti Lúsía.

Tvö af gullverðlaun í frjálsum íþróttum í kvöld fóru þar með til eyja sem eru miklu fámennari en Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×