Gamla lið Guðnýjar og Berglindar styður vel við ófrískar fótboltakonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. ágúst 2024 12:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki með AC Milan þegar hún lék þar árið 2020. GETTY/Emilio Andreoli Ítalska knattspyrnufélagið AC Milan hefur tekið forystu í fótboltaheiminum þegar kemur að standa fast að baki leikmanna sinna þegar þær verða ófrískar. AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Ítalski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
AC Milan gaf út nýja stefnu félagsins á dögunum og mun félagið nú hjálpa ófrískum fótboltakonum meira en þekkist áður í þessum harða heimi. Fótboltakonurnar fá ekki aðeins stuðning í barneignarleyfinu heldur einnig á meðan barnið er mjög lítið. Ófrískir leikmenn, sem eru að renna út á samningi, fá strax eins árs framlengingu á samningi sínum, þegar þær verða óléttar. Þær fá líka jafnmikið borgað og áður. Með þessu fá þær öryggi og aðstöðu til að leggja grunn að endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn. Félagið mun einnig bjóða upp á barnapössun á vinnutíma þegar barnið er komið í heiminn. Þetta á ekki aðeins við um leikmenn heldur einnig alla starfsmenn félagsins. „Við erum nú að byrja nýtt tímabil þar sem við vinnum að mikilvægum markmiðum bæði innan sem utan vallar. Við erum spennt fyrir því að koma fram með þessa nýstárlegu stefnu,“ sagði Elisabet Spina, yfirmaður kvennaliðs félagsins. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsfyrirliði, tók risastórt skref fyrir allar ófrískar knattspyrnukonur þegar hún sótti rétt sinn fyrir dómstólum en hún var þá leikmaður Lyon í Frakklandi. Eftir að Sara Björk vann málið og hennar saga kom fram í dagsljósið hafa mörg atvinnumannafélög nú séð ljósið. Ákvörðun AC Milan er enn eitt skrefið í rétta átt og vonandi leiðin sem flest félögum fari í kjölfarið. West Ham hefur þannig staðið vel við bakið á íslensku landsliðkonunni Dagný Brynjarsdóttur sem er að koma til baka eftir að hafa eignast sitt annað barn. Tvær íslenskar landsliðskonur spiluðu með AC Milan á síðustu árum, fyrst framherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir en svo varnarmaðurinn Guðný Árnadóttir. Berglind Björg er nýkomin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Hún var leikmaður franska félagsins Paris Saint Germain þegar hún varð ófrísk en kom heim og spilar nú með Val í Bestu deildinni. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird)
Ítalski boltinn Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki