Sitja uppi með rifið tjald og engan næturstað í hífandi roki Rafn Ágúst Ragnarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 3. ágúst 2024 15:51 Jómfrúarþjóðhátíð Kristínar og Köru byrjar hressilega með hávaðaroki og mígandi rigningu. Kolbeinn Tumi Stöllurnar Kristín María Snorradóttir og Karen Lind Helgadóttir sitja uppi með ónýtt tjald og engan næturstað eftir fyrstu nóttina á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Hávaðarok hefur verið í eyjum í morgun og valdið tjóni á tjaldsvæðunum. Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Kristín og Karen eru á sinni jómfrúarþjóðhátíð og þeim ber ekki saman um líkurnar á því að þær komi aftur á næsta ári. „Það byrjaði með að við komum og það var mígandi rigning. Aldrei séð jafnmikla rigningu áður. Síðan um kvöldið byrjaði að hvessa. Við komum heim um nóttina eftir að hafa verið í Herjólfsdal og það var fínt veður þá. En svo er búið að vera brjálaður vindur og tjaldið okkar er í hakki,“ segir Karen. Ekkert heldur tjaldinu Þær segjast vera með þrjár ólíkar gerðir tjaldhæla en ekkert nær að tjóðra tjaldið við jörðina. Svefntjaldið sé búið að rifna og skjólið lítið sem ekkert. „Þetta er stemmari,“ segir Karen. Þær segjast vera að skoða möguleika sína en kalla eftir því að íþróttahúsið verði opnað fyrir næturgestum. „Þeir verða eiginlega að gera það því það er fullt af tjöldum hérna handónýt og mér finnst það það eina í stöðunni fyrir þau,“ segir Karen. Þeim bar ekki saman um hvort þær ætluðu sér að fara aftur til eyja næsta sumar. Aðspurð segir Kristín ekki ætla að koma aftur og að hún sé jafnvel að spá í að fara aftur í bæinn í dag. „Nei nei, við komum aftur á næsta ári og það er bókað mál að við verðum í húsi,“ segir Karen þá. Opna samkomuhúsið næturgestum Jónas Guðbjörn Jónasson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir að það hafi verið reifað í gærkvöldi að opna íþróttahúsið og leyfa fólki að koma sér fyrir þar yfir nóttina en að veðrið hafi batnað umtalsvert um kvöldið þannig að hætt var við það. Hann segir að samkomuhús sem opið er Þjóðhátíðargestum til að flýja vindinn, hlaða síma og fleira verði opnað og fólki leyft að gista þar sé fólk í sömu sporum og Kristín og Karen. „Þá gerum við það, klárlega. Við viljum hugsa mjög vel um fólkið,“ segir Jónas.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir