Fögnum allri nýsköpun og vinnusemi Fjóla Einarsdóttir skrifar 2. ágúst 2024 20:01 Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nýsköpun snýst alltaf um að gefast ekki upp þó að á móti blási. Vinnudagarnir eru langir en þegar trúin á þitt verkefni er til staðar þá skiptir öllu máli að halda áfram og finna lausnir á öllum þeim vandamálum sem koma upp. Fyrstu árin eru full af allskonar vonbrigðum, verkefnum og vandamálum sem virðast óyfirstíganleg. Það er ástæðan fyrir því að góðar hugmyndir og verkefni enda í skúffum. Aftur á móti þegar þú heldur áfram og eyðir þínum dögum í að leita lausna þá einn daginn hefur verkefnið þitt vaxið og þér er ómögulegt að snúa til baka því þú ert svo stutt frá takmarkinu. Sá tími er krefjandi en aldrei gefast upp. Haltu áfram og alla leið. Ímyndið ykkur ef Thomas Edison hefði gefist upp eða Marie Curie. Ferlið er það sama. Finna fyrir mótbyr, yfirstíga vandmál og sannfæra fólk. Nýsköpun á Íslandi er mikil, við erum alin upp á bjartsýni og orðunum að gefast aldrei upp. Þetta reddast! Það er gott veganesti út í lífið. Við sem erum í nýsköpun sækjum í opinbera styrki í samkeppni við hvert annað. Umsóknirnar lengjast með hverju árinu. Ég persónulega er mjög sátt við að þurfa að fylgja markmiðum Sameinuðu þjóðanna í mínum umsóknum. Við á jörðinni eigum auðvitað að hafa sömu markmið og skila jörðinni til okkar afkomenda í sama eða betra ástandi heldur en við tókum við henni.Ég er aftur á móti mjög hugsi yfir af hverju 10% af mati umsókna hjá hinu opinbera snýst um samstarf? Við sem erum í nýsköpun getum búið til plagg um samstarf og uppfyllt þessi 10% en í raun og veru erum við ein í þessari vegferð. 10% eru ekki fyrir okkur sem erum í nýsköpun. Þau eru fyrir skrifræðið. Þau eru til þess að þeir sem eru í nýsköpun hafi samband við ríkisstofnanir sem starfa við nýsköpun og geri við þau samstarfssamning. Þeir sem það gera eru öruggir inn í styrktarumhverfið á Íslandi. Þetta snýst ekki lengur um gæði umsókna eða verkefni. Þetta snýst um eitthvað allt annað og oftast um að mata krókinn - sem er sorgleg þróun. Ég biðla til stjórnvalda að auglýsa ekki styrki til nýsköpunar ef 80% af veittu fé er fyrirfram hugsaður til ríkissfyrirtækja. Það er móðgun við þá sem eru að vinna við sína nýsköpun allar sínar vökustundir. Ég er ekki mótfallin því að Matís eða önnur ríkissfyrirtæki séu að vinna á þessu sviði en veitið þá bara beint til þeirra ákveðinni upphæð ár hvert og hafið raunverulega samkeppnisupphæð sem nýsköpunarfyrirtæki með góðar hugmyndir geta keppst um. Þegar nýsköpunarfyrirtæki móðgar eða fer fram úr sér að mati hins opinbera á Íslandi er lítið mál að drekkja viðkomandi fyrirtæki í allskonar skrifræði þar til það einfaldlega gefst upp. Hvað er það? Af hverju að kveða eitthvað niður sem er gott? Lyftum því frekar upp og stöndum saman. Við sem erum í nýsköpun og erum að leggja allt okkar undir, í skugga skrifræðis og hávaxtaumhverfis, gangi okkur öllum vel. Mér vex persónulega ásmegin með mína nýsköpun þegar ég finn fyrir mótbyr. Mig langar ekki til þess að vera í hnefaleikabardaga við íslenska ríkið. Því íslenska ríkið er ég og þú, munum það. Munum einnig að ef það væri ekki fyrir fólk sem fer út fyrir boxið og tekur áhættu værum við enn í moldarkofanum. Thomas Edison þótti harður í horn að taka, var umdeildur og reynt að kveða hann niður. Nú á dögum væri lífið án hans nýsköpunar óhugandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun